Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2022 11:54 Fljótsdalslína rofnaði og varnarbúnaður í álveri Alcoa klikkaði svo rafmagnslaust varð á hálfu landinu í gær. Vísir/Vilhelm Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. Það má með sanni segja að fyrsta haustlægð vetursins hafi skollið á með látum þegar hún kom til landsins í fyrrinótt. Veðrið var verst á Austurlandi en hafði þó víðtæk áhrif. Eftir röð óheppilegra atvika sló rafmagni til dæmis út á hálfu landinu: Frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði. „Það var náttúrulega snarvitlaust veður á svæðinu og mikið um fok og það sem gerist er að Fljótsdalslína 4, sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal hún fer út og á sama tíma fer út búnaður í álverinu sjálfu,“ sagði Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Við þetta hafi varnarbúnaður í álverinu brugðist við með þeim afleiðingum að kerskálar fóru úr kerfinu. Í venjulegu árferði hefði kerfi Landsnets átt að þola það en það hafi ekki gerst og mikið afl farið út á byggðalínuna. „Byggðalínan okkar er bara of veik til að bera þetta afl sem fór út og varnarbúnaður hennar brást við með þeim hætti að hún réði ekki við þetta og þá varð rafmagnslaust,“ sagði Steinunn. Rafmagnsleysið hafi varað óvenjulengi vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Það er mjög slæmt af því að rafmagnið er ótrúleg gæði. Það var snarvitlaust veður þarna í gær þannig að það var ekki hægt að fara með línunni og skoða en við munum gera það í dag.“ 150 útköll á Austurlandi í gær Veður var verst á Austurlandi í gær þar sem mesta hviða gærdagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Gríðarlegt eignatjón varð víða á svæðinu, þök fuku af húsum, hliðar úr iðnaðarhúsnæði, garðskúrar fuku og tré rifnuðu upp með rótum. „Þetta er allt frá því að vera stórt iðnaðarhúsnæði og slökkvistöð og annað sem er stórskemmt, þök af íbúðarhúsnæði, hliðar úr iðnaðarhúsnæði og allt niður í ruslatunnur. Allt þar á milli,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarsveitir hafi verið að störfum stanslaust í allan gærdag. „Þetta byrjaði svona um hádegi í gær, rétt fyrir hádegi í gær og var alveg til átta eða níu um kvöldið. Yfir hádaginn í gær röðuðust inn ansi mörg verkefni, nokkuð víða,“ segir Sveinn. Tvö hundruð strandaglópar á Möðrudalsöræfum Flest verkefnanna hafi verið á Reyðarfirði, en þar voru alls fimmtíu verkefni skráð. Sveinn segir að þau hafi þó verið fleiri, þar sem björgunarfólk hafi stokkið til á ferð um bæinn og gripið fjúkandi smáhluti. Á öllu svæðinu hafi borist um 150 útköll. Ofan í það hafi komið stórt útkall á Möðrudalsöræfum. Aðstæður voru verulega slæmar á Möðrudal í gær. Helga Björg Eiríksdóttir „Það útheimti talsverðan mannskap líka. Þetta er ekta dæmi um verkefni sem vindur upp á sig. Það var fyrst tilkynnt um fimm bíla, einhvern smá árekstur og svo finnast kannski tveir bílar í viðbót. Ég held þetta hafi endað í á milli 150 og 200 manns, sem var komið í skjól,“ segir Sveinn. „Það eru þrjátíu, fjörutíu stórskemmdir bílar eftir uppi á fjöllum.“ Þetta hafi meira og minna verið erlendir ferðamenn. Rúður í hverjum einasta bíl í Möðrudal sprungu, bæði vegna loftþrýstings og vegna steina og sands sem fór á fleygiferð í rokinu. Sveinn segir að björgunarsveitarbíll hafi þá skemmst uppi á Möðrudal. Það hafi flækt málin en flóknast hafi verið hve margir voru þarna fastir og um hve langan veg þurfti að flytja fólkið til byggða. „En staðarhaldarar í Möðrudal hýstu góðan hóp fólks þannig að það þurfti ekki að flytja alla á láglendi í gær, þannig að það er verkefni dagsins að koma mönnum áleiðis og í einhver farartæki.“ Óveður 25. september 2022 Veður Björgunarsveitir Orkumál Tengdar fréttir Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld. 25. september 2022 22:30 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Það má með sanni segja að fyrsta haustlægð vetursins hafi skollið á með látum þegar hún kom til landsins í fyrrinótt. Veðrið var verst á Austurlandi en hafði þó víðtæk áhrif. Eftir röð óheppilegra atvika sló rafmagni til dæmis út á hálfu landinu: Frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði. „Það var náttúrulega snarvitlaust veður á svæðinu og mikið um fok og það sem gerist er að Fljótsdalslína 4, sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal hún fer út og á sama tíma fer út búnaður í álverinu sjálfu,“ sagði Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Við þetta hafi varnarbúnaður í álverinu brugðist við með þeim afleiðingum að kerskálar fóru úr kerfinu. Í venjulegu árferði hefði kerfi Landsnets átt að þola það en það hafi ekki gerst og mikið afl farið út á byggðalínuna. „Byggðalínan okkar er bara of veik til að bera þetta afl sem fór út og varnarbúnaður hennar brást við með þeim hætti að hún réði ekki við þetta og þá varð rafmagnslaust,“ sagði Steinunn. Rafmagnsleysið hafi varað óvenjulengi vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Það er mjög slæmt af því að rafmagnið er ótrúleg gæði. Það var snarvitlaust veður þarna í gær þannig að það var ekki hægt að fara með línunni og skoða en við munum gera það í dag.“ 150 útköll á Austurlandi í gær Veður var verst á Austurlandi í gær þar sem mesta hviða gærdagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Gríðarlegt eignatjón varð víða á svæðinu, þök fuku af húsum, hliðar úr iðnaðarhúsnæði, garðskúrar fuku og tré rifnuðu upp með rótum. „Þetta er allt frá því að vera stórt iðnaðarhúsnæði og slökkvistöð og annað sem er stórskemmt, þök af íbúðarhúsnæði, hliðar úr iðnaðarhúsnæði og allt niður í ruslatunnur. Allt þar á milli,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarsveitir hafi verið að störfum stanslaust í allan gærdag. „Þetta byrjaði svona um hádegi í gær, rétt fyrir hádegi í gær og var alveg til átta eða níu um kvöldið. Yfir hádaginn í gær röðuðust inn ansi mörg verkefni, nokkuð víða,“ segir Sveinn. Tvö hundruð strandaglópar á Möðrudalsöræfum Flest verkefnanna hafi verið á Reyðarfirði, en þar voru alls fimmtíu verkefni skráð. Sveinn segir að þau hafi þó verið fleiri, þar sem björgunarfólk hafi stokkið til á ferð um bæinn og gripið fjúkandi smáhluti. Á öllu svæðinu hafi borist um 150 útköll. Ofan í það hafi komið stórt útkall á Möðrudalsöræfum. Aðstæður voru verulega slæmar á Möðrudal í gær. Helga Björg Eiríksdóttir „Það útheimti talsverðan mannskap líka. Þetta er ekta dæmi um verkefni sem vindur upp á sig. Það var fyrst tilkynnt um fimm bíla, einhvern smá árekstur og svo finnast kannski tveir bílar í viðbót. Ég held þetta hafi endað í á milli 150 og 200 manns, sem var komið í skjól,“ segir Sveinn. „Það eru þrjátíu, fjörutíu stórskemmdir bílar eftir uppi á fjöllum.“ Þetta hafi meira og minna verið erlendir ferðamenn. Rúður í hverjum einasta bíl í Möðrudal sprungu, bæði vegna loftþrýstings og vegna steina og sands sem fór á fleygiferð í rokinu. Sveinn segir að björgunarsveitarbíll hafi þá skemmst uppi á Möðrudal. Það hafi flækt málin en flóknast hafi verið hve margir voru þarna fastir og um hve langan veg þurfti að flytja fólkið til byggða. „En staðarhaldarar í Möðrudal hýstu góðan hóp fólks þannig að það þurfti ekki að flytja alla á láglendi í gær, þannig að það er verkefni dagsins að koma mönnum áleiðis og í einhver farartæki.“
Óveður 25. september 2022 Veður Björgunarsveitir Orkumál Tengdar fréttir Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld. 25. september 2022 22:30 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld. 25. september 2022 22:30
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28