Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 10:42 Hilaree Nelson á göngu nærri þorpinu Samdo á leið sinni að Manaslu. Facebook/Hilaree Nelson Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. Nelson, sem er afar reynslumikill göngukappi, sagði í færslu á Instagram á dögunum að líðan hennar væri öðruvísi en í fyrri göngum. Hún væri ekki jafn örugg og venjulega. Slysið varð sama dag og nepalskur göngumaður fórst og fjölmargir slösuðust í snjóflóði á svipuðum slóðum. Skipuleggjandi ferðarinnar tjáir AFP að enn sé óljóst hvers lags slysið varð. Manaslu er 8163 metra hátt fjall. Snjóflóð féll í fjallinu á kaflanum á milli grunnbúða þrjú og fjögur. Nepalskur göngugarpur fórst og tólf særðust. Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið í haustvertíðinni í fjallgörðum Nepal í ár. Mikil rigning og snjókoma hafa gert göngufólki erfitt fyrir í fjöllunum í Nepal undanfarna daga. Veðrið gerir leitarfólki sömuleiðis erfitt fyrir. „Mér hefur ekki liðið jafn öruggri á Manaslu eins og mér hefur liðið í fyrri ferðum mínum í þunnt andrúmsloftið í Himalaya-fjöllunum,“ sagði Nelson í færslu á Instagram á fimmtudag. Nelson er 49 ára og er eitt helsta andlit North Face fatalínunnar. Á heimasíðu fyrirtækisins er henni líst sem afkastamesta skíðakappa sinnar kynslóðar. Árið 2012 varð hún fyrsta konan til að toppa bæði Everest og Lhotse á innan við sólarhring. Sex árum síðar var hún fyrst til að skíða niður af Lhotse. Fyrir það var hún verðlaunuð af National Geographic. Átta af fjórtán hæstu tindum í heimi eru í Nepal. Erlendir göngukappar fjölmenna á hverju ári til landsins sem hefur töluverðar tekjur af starfseminni. Göngur lágu því sem næst niðri í heimsfaraldrinum en opnað var á ný fyrir göngufólk í fyrra. Fjallamennska Nepal Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Nelson, sem er afar reynslumikill göngukappi, sagði í færslu á Instagram á dögunum að líðan hennar væri öðruvísi en í fyrri göngum. Hún væri ekki jafn örugg og venjulega. Slysið varð sama dag og nepalskur göngumaður fórst og fjölmargir slösuðust í snjóflóði á svipuðum slóðum. Skipuleggjandi ferðarinnar tjáir AFP að enn sé óljóst hvers lags slysið varð. Manaslu er 8163 metra hátt fjall. Snjóflóð féll í fjallinu á kaflanum á milli grunnbúða þrjú og fjögur. Nepalskur göngugarpur fórst og tólf særðust. Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið í haustvertíðinni í fjallgörðum Nepal í ár. Mikil rigning og snjókoma hafa gert göngufólki erfitt fyrir í fjöllunum í Nepal undanfarna daga. Veðrið gerir leitarfólki sömuleiðis erfitt fyrir. „Mér hefur ekki liðið jafn öruggri á Manaslu eins og mér hefur liðið í fyrri ferðum mínum í þunnt andrúmsloftið í Himalaya-fjöllunum,“ sagði Nelson í færslu á Instagram á fimmtudag. Nelson er 49 ára og er eitt helsta andlit North Face fatalínunnar. Á heimasíðu fyrirtækisins er henni líst sem afkastamesta skíðakappa sinnar kynslóðar. Árið 2012 varð hún fyrsta konan til að toppa bæði Everest og Lhotse á innan við sólarhring. Sex árum síðar var hún fyrst til að skíða niður af Lhotse. Fyrir það var hún verðlaunuð af National Geographic. Átta af fjórtán hæstu tindum í heimi eru í Nepal. Erlendir göngukappar fjölmenna á hverju ári til landsins sem hefur töluverðar tekjur af starfseminni. Göngur lágu því sem næst niðri í heimsfaraldrinum en opnað var á ný fyrir göngufólk í fyrra.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila