Aukið álag vegna barna á flótta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2022 21:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Málum vegna barna af erlendum uppruna hefur fjölgað nokkuð hjá Barnavernd Reykjavíkur. Framkvæmdastjórinn segir aukið álag vegna barna á flótta eftir að covid takmörkunum var aflétt. Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“ Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“
Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11