Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2022 19:31 Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands. Vísir/Egill Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30