Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 22:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir (t.h.) skipaði Hörpu Þórisdóttur (t.v.) í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Félag fornleifafræðinga vill að skipunin verði dregin til baka. Stjórnarráðið Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra fundaði í gær með fulltrúum fagfélaga innan íslensks safna- og fræðasamfélags um stöðu Þjóðminjasafnsins vegna mikillar óánægju með skipun Hörpu Þórisdóttur í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Á fundinum var ákveðið að stofna samráðshóp með ráðuneytinu og fagfélögum sem kemur saman í fyrsta sinn í næstu viku, að því er segir í færslu á Facebooksíðu Félags fornleifafræðinga. „Félagið mun leggja til að nýlega skipaður þjóðminjavörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skipaður verði ráðgjafahópur fagfólks sem gengið var framhjá við skipunina til þess að ræða framtíðarstefnu safnsins og hlutverk þjóðminjavarðar,“ segir í færslu fornfræðinga. Í færslunni segir jafnframt að stjórn Félags fornleifafræðinga hafi fyrir fundinn í gær vonast eftir heiðarleika og hugrekki af hálfu Lilju Daggar. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnubrögð sín hyggist ráðherra ekki leiðrétta þau,“ segir stjórnin. Lilja Dögg vísaði því á bug að harma skipun Hörpu í starf þjóðminjavarðar, í samtali við fréttastofu í dag. Hún sagði að ekki stæði til að draga skipunina til baka en að hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að skapa sátt um skipunina. Í pallborðsumræðum á fagráðstefnu safnafólks á föstudaginn sagði Lilja að hún harmaði að safnafólk upplifði skipun Hörpu án auglýsingar sem virðingarleysi gagnvart þeirra merku störfum. „Ég get bara sagt það við ykkur ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég bara gert það [auglýst stöðuna] og það hefði ekki verið neitt mál og ég bara harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna – ég ber ábyrgð á því og ég þarf að finna út úr því í samstarfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóðminjasafninu og hvort það sé eitthvað þarna sem þið getið komið með að borðinu til þess að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur vanvirðingu. Ég er bara miður mín yfir því, bara að segja það,“ sagði Lilja Dögg. „Dapurlegt er að enn hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðuneytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipuninni lýst eins og um tilfærslu hvers annars embættismanns væri að ræða — ekki forstöðumanns eins höfuðsafna íslenskrar menningar,“ segir Félag fornleifafræðinga. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra fundaði í gær með fulltrúum fagfélaga innan íslensks safna- og fræðasamfélags um stöðu Þjóðminjasafnsins vegna mikillar óánægju með skipun Hörpu Þórisdóttur í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Á fundinum var ákveðið að stofna samráðshóp með ráðuneytinu og fagfélögum sem kemur saman í fyrsta sinn í næstu viku, að því er segir í færslu á Facebooksíðu Félags fornleifafræðinga. „Félagið mun leggja til að nýlega skipaður þjóðminjavörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skipaður verði ráðgjafahópur fagfólks sem gengið var framhjá við skipunina til þess að ræða framtíðarstefnu safnsins og hlutverk þjóðminjavarðar,“ segir í færslu fornfræðinga. Í færslunni segir jafnframt að stjórn Félags fornleifafræðinga hafi fyrir fundinn í gær vonast eftir heiðarleika og hugrekki af hálfu Lilju Daggar. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnubrögð sín hyggist ráðherra ekki leiðrétta þau,“ segir stjórnin. Lilja Dögg vísaði því á bug að harma skipun Hörpu í starf þjóðminjavarðar, í samtali við fréttastofu í dag. Hún sagði að ekki stæði til að draga skipunina til baka en að hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að skapa sátt um skipunina. Í pallborðsumræðum á fagráðstefnu safnafólks á föstudaginn sagði Lilja að hún harmaði að safnafólk upplifði skipun Hörpu án auglýsingar sem virðingarleysi gagnvart þeirra merku störfum. „Ég get bara sagt það við ykkur ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég bara gert það [auglýst stöðuna] og það hefði ekki verið neitt mál og ég bara harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna – ég ber ábyrgð á því og ég þarf að finna út úr því í samstarfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóðminjasafninu og hvort það sé eitthvað þarna sem þið getið komið með að borðinu til þess að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur vanvirðingu. Ég er bara miður mín yfir því, bara að segja það,“ sagði Lilja Dögg. „Dapurlegt er að enn hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðuneytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipuninni lýst eins og um tilfærslu hvers annars embættismanns væri að ræða — ekki forstöðumanns eins höfuðsafna íslenskrar menningar,“ segir Félag fornleifafræðinga.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16