Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. september 2022 11:25 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Angjelin ásamt verjendum í málinu. Vísir Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. Þá krefst saksóknari refsingar yfir þremur meintum samverkamönnum sem sýknaðir voru af aðild að málinu, þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Nú tæpu ári síðar er aðalmeðferð í málinu hafin fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Reiknað er með því að aðalmeðferð ljúki á föstudag. Aðalmeðferðin hófst í morgun. Angjelin og Shpetim eru ekki viðstaddir aðalmeðferðina en Caludia og Murat eru mætt og fylgjast með gangi mála. Fátt nýtt hefur komið fram í dómsal það sem af er degi. Spilað var myndband sem sýndi ferðir fjórmenninganna og Armandos um Reykjavík daginn örlagaríka. Svo var skýrsla Angjelin fyrir héraðsdómi spiluð á ný. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur taldi margt sérstakt við dóminn þegar hann féll í héraði í fyrra. Hann furðaði sig á því að dómurinn hefði ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir hefðu réttarstöðu sakbornings. Þá benti Helgi á að refsing upp á sextán ár væri sambærileg og þau sem hefðu tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum. Í tilfelli morðsins í Rauðagerði hefði verið um aftöku að ræða. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram,“ sagði Helgi. Þá sagðist hann þurfa að skoða nánar lagaákvæði er varða samverknað. Augljóst væri að ákveðinn mannskapur hefði aðstoðað Angjelin með einum eða öðrum hætti. „Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum,“ sagði Helgi í október í fyrra. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þá krefst saksóknari refsingar yfir þremur meintum samverkamönnum sem sýknaðir voru af aðild að málinu, þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Nú tæpu ári síðar er aðalmeðferð í málinu hafin fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Reiknað er með því að aðalmeðferð ljúki á föstudag. Aðalmeðferðin hófst í morgun. Angjelin og Shpetim eru ekki viðstaddir aðalmeðferðina en Caludia og Murat eru mætt og fylgjast með gangi mála. Fátt nýtt hefur komið fram í dómsal það sem af er degi. Spilað var myndband sem sýndi ferðir fjórmenninganna og Armandos um Reykjavík daginn örlagaríka. Svo var skýrsla Angjelin fyrir héraðsdómi spiluð á ný. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur taldi margt sérstakt við dóminn þegar hann féll í héraði í fyrra. Hann furðaði sig á því að dómurinn hefði ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir hefðu réttarstöðu sakbornings. Þá benti Helgi á að refsing upp á sextán ár væri sambærileg og þau sem hefðu tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum. Í tilfelli morðsins í Rauðagerði hefði verið um aftöku að ræða. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram,“ sagði Helgi. Þá sagðist hann þurfa að skoða nánar lagaákvæði er varða samverknað. Augljóst væri að ákveðinn mannskapur hefði aðstoðað Angjelin með einum eða öðrum hætti. „Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum,“ sagði Helgi í október í fyrra.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52
„Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01
Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent