„Væru allir að skammast og kvarta ef Vanda hefði ekki hringt í Heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 08:25 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur stutt dyggilega við bakið á Arnari Þór Viðarssyni, jafnvel þótt hún hafi haft samband við Heimi Hallgrímsson. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson sér ekkert athugavert við að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafi rætt við Heimi Hallgrímssyni um möguleikann á að taka við íslenska karlalandsliðinu. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira