Fyrstu sýningarnar gríðarlega erfiðar: „Ég kom bara heim og lagðist í rúmið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2022 11:01 Bubbi Morthens hugar mikið að heilsunni. Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. En sýningin hefur slegið í gegn og fólk er að fara á sýninguna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Níu líf var valin leiksýning ársins. Vala Matt leið við hjá Bubba á dögunum og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Bubbi heldur sér vel við og stundar mikla hreyfingu og borðar holla fæðu. Hann tók eldhúsið sitt í gegn á dögunum og hafa hann og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir kona hans komið sér vel fyrir í borginni. „Við þurfum að hugsa um hvað við setjum í okkur og hvernig við gerum það. Það þarf ekki að þýða að það sé allt bragðlaust og vont og glatað út af því að það er hollt. En hvað er hollt? Það fer mikið eftir því hvað hentur hverjum og einum. Ég t.d. fasta í dag,“ segir Bubbi sem fastar stöku sinnum í tæplega sólahring. Bubbi fer vel yfir það hvernig fæðu hann notar sem bensín, eins og hann kallar það. Eins og áður segir hefur sýningin Níu líf rækilega slegið í gegn í Borgarleikhúsinu. „Þessi sýning hefði aldrei orðið nema ég hefði verið búinn að vinna í mínum málum. Ég er alinn upp í ofbeldi og alkóhólisma og svo fólk misskilji mig ekki þá er það ofbeldi að alast upp á heimili þar sem það er alkóhólismi er ofbeldi og hefur áhrif á alla.“ Hann segir að þetta hafi allt haft áhrif á hans líf. „Ég er enn að vinna í þessum hlutum og til að byrja með þótti mér þetta gríðarlega erfitt, ég kom bara heim og lagðist í rúmið. En í dag er ég óendanlega glaður og þakklátur. Fólk er að fara þrisvar, fjórum sinnum á sýninguna.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Leikhús Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
En sýningin hefur slegið í gegn og fólk er að fara á sýninguna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Níu líf var valin leiksýning ársins. Vala Matt leið við hjá Bubba á dögunum og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Bubbi heldur sér vel við og stundar mikla hreyfingu og borðar holla fæðu. Hann tók eldhúsið sitt í gegn á dögunum og hafa hann og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir kona hans komið sér vel fyrir í borginni. „Við þurfum að hugsa um hvað við setjum í okkur og hvernig við gerum það. Það þarf ekki að þýða að það sé allt bragðlaust og vont og glatað út af því að það er hollt. En hvað er hollt? Það fer mikið eftir því hvað hentur hverjum og einum. Ég t.d. fasta í dag,“ segir Bubbi sem fastar stöku sinnum í tæplega sólahring. Bubbi fer vel yfir það hvernig fæðu hann notar sem bensín, eins og hann kallar það. Eins og áður segir hefur sýningin Níu líf rækilega slegið í gegn í Borgarleikhúsinu. „Þessi sýning hefði aldrei orðið nema ég hefði verið búinn að vinna í mínum málum. Ég er alinn upp í ofbeldi og alkóhólisma og svo fólk misskilji mig ekki þá er það ofbeldi að alast upp á heimili þar sem það er alkóhólismi er ofbeldi og hefur áhrif á alla.“ Hann segir að þetta hafi allt haft áhrif á hans líf. „Ég er enn að vinna í þessum hlutum og til að byrja með þótti mér þetta gríðarlega erfitt, ég kom bara heim og lagðist í rúmið. En í dag er ég óendanlega glaður og þakklátur. Fólk er að fara þrisvar, fjórum sinnum á sýninguna.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Leikhús Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira