Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 11:47 Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Vísir Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. Þetta sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, í málflutningi sínum nú fyrir hádegi. Oddgeir rakti aðdraganda málsins, sem fjallað var mikið um í héraðsdómi, og byrjaði mál sitt á Lekamálinu svokallaða. Vísaði hann þar til máls sem upp kom í byrjun árs 2021 þegar gögnum frá lögreglufulltrúa var lekið á internetið en fram kom í gögnunum að Anton Kristinn Þórarinsson, sem lögreglu grunar að sé stórtækur í fíkniefnaheiminum, hafi verið uppljóstrari fyrir lögreglu um árabil. Lekinn virðist hafa valdið uppþoti í undirheimum landsins en Angjelin hélt því fram fyrir héraðsdómi að Armando og félagar hans hafi viljað fimmtíu milljónir króna frá Antoni Kristni í „sekt“ vegna uppljóstrananna. Anton tók þó fyrir það fyrir dómi. Þá hafi Armando hótað Angjelin oft og ítrekað vegna vináttu hans við Anton og Armando og félagar hans meðal annars hótað fjölskyldu Angjelin í Albaníu. Að sögn Oddgeirs höfðu þessar hótanir, sem meðal annars beindust að barni Angjelin, gríðarleg áhrif á Angjelin og hann hafi verið mjög hræddur. Hann hafi því útvegað sér byssu, em hefði fælingarmátt, en hafi ekki ætlað að nota hana. Auk þess benti Oddgeir á að lögregla hafi vitað af því að Angjelin hefði útvegað sér skotvopn, en tölvupóstsamskipi milli lögreglumanna þess efnis liggja fyrir. Lögreglan hafi því ekki litið á það svo að Angjelin væri líklegur til að beita byssunni. Angjelin gengs við morðinu en segist hafa skotið ARmando í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu sinnum.Vísir Angjelin hafi þá þetta laugardagskvöld ætlað að ræða við Armando og sættast við hann. Hann hafi alltaf verið með byssuna á sér og því ekkert óeðlilegt við að hann hafi verið með hana á sér þetta kvöld. Oddgeir segir að af gögnum hafi Armando verið orðinn óstöðugur og hættulegur dagana fyrir morðið og Angjelin orðinn mjög hræddurvið hann. Hann hafi því ákveðið að hann þyrfti að hitta og ræða beint við Armando. Angjelin hefur haldið því fram að Armando hafi verið ógnandi og vrst afa ætlað að ráðast að Angjelin. Hann hafi því gripið í byssuna í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu skotum. Þessi atburðarrás kom oft og ítarlega fram fyrir héraðsdómi þegar málið var til meðferðar þar í september í fyrra. Oddgeir segir lögreglu og saksóknara hafa gert lítið úr mikilvægi hennar og þeirri mynd sem atburðarrásin teiknaði upp af áhyggjum Angjelins og ógninni sem hann lifði við. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Þetta sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, í málflutningi sínum nú fyrir hádegi. Oddgeir rakti aðdraganda málsins, sem fjallað var mikið um í héraðsdómi, og byrjaði mál sitt á Lekamálinu svokallaða. Vísaði hann þar til máls sem upp kom í byrjun árs 2021 þegar gögnum frá lögreglufulltrúa var lekið á internetið en fram kom í gögnunum að Anton Kristinn Þórarinsson, sem lögreglu grunar að sé stórtækur í fíkniefnaheiminum, hafi verið uppljóstrari fyrir lögreglu um árabil. Lekinn virðist hafa valdið uppþoti í undirheimum landsins en Angjelin hélt því fram fyrir héraðsdómi að Armando og félagar hans hafi viljað fimmtíu milljónir króna frá Antoni Kristni í „sekt“ vegna uppljóstrananna. Anton tók þó fyrir það fyrir dómi. Þá hafi Armando hótað Angjelin oft og ítrekað vegna vináttu hans við Anton og Armando og félagar hans meðal annars hótað fjölskyldu Angjelin í Albaníu. Að sögn Oddgeirs höfðu þessar hótanir, sem meðal annars beindust að barni Angjelin, gríðarleg áhrif á Angjelin og hann hafi verið mjög hræddur. Hann hafi því útvegað sér byssu, em hefði fælingarmátt, en hafi ekki ætlað að nota hana. Auk þess benti Oddgeir á að lögregla hafi vitað af því að Angjelin hefði útvegað sér skotvopn, en tölvupóstsamskipi milli lögreglumanna þess efnis liggja fyrir. Lögreglan hafi því ekki litið á það svo að Angjelin væri líklegur til að beita byssunni. Angjelin gengs við morðinu en segist hafa skotið ARmando í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu sinnum.Vísir Angjelin hafi þá þetta laugardagskvöld ætlað að ræða við Armando og sættast við hann. Hann hafi alltaf verið með byssuna á sér og því ekkert óeðlilegt við að hann hafi verið með hana á sér þetta kvöld. Oddgeir segir að af gögnum hafi Armando verið orðinn óstöðugur og hættulegur dagana fyrir morðið og Angjelin orðinn mjög hræddurvið hann. Hann hafi því ákveðið að hann þyrfti að hitta og ræða beint við Armando. Angjelin hefur haldið því fram að Armando hafi verið ógnandi og vrst afa ætlað að ráðast að Angjelin. Hann hafi því gripið í byssuna í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu skotum. Þessi atburðarrás kom oft og ítarlega fram fyrir héraðsdómi þegar málið var til meðferðar þar í september í fyrra. Oddgeir segir lögreglu og saksóknara hafa gert lítið úr mikilvægi hennar og þeirri mynd sem atburðarrásin teiknaði upp af áhyggjum Angjelins og ógninni sem hann lifði við.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45