Ten Hag hefur enn trú á Maguire: „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 23:30 Erik Ten Hag hefur enn tröllatrú á Harry Maguire. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist enn hafa trú á fyrirliða liðsins, Harry Maguire, þrátt fyrir þá gagnrýni sem varnarmaðurinn hefur þurft að þola undanfarnar vikur. Maguire hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United og enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann gerði meðal annars mistök sem leiddu til tveggja marka er England og Þýskaland gerðu 3-3 jafntefli síðastliðinn mánudag. Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segist þó ekki vera búinn að missa trúna á miðverðinum og er hann viss um að Maguire snúi genginu við. „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Maguireí dag. „Þetta snýst bara um hann. Hann snýr þessu við. Ég er viss um það. Ég er algjörlega sannfærður um það.“ "I back him because I believe in him." 🤝Erik ten Hag says Harry Maguire has his full backing despite recent criticism. ⭕pic.twitter.com/cCSYpAmpSK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2022 Þrátt fyrir þessa tröllatrú Hollendingsins á Maguire hefur hann þurft að sætta sig við bekkjarsetu í undanförnum leikjum. Ten Hag hefur stillt þeim Lisandro Martines og Raphael Varane upp í miðri vörninni og Portúgalinn Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í stað Maguire. „Jafnvel þegar hann er ekki í liðinu þá hefur hann verið að æfa mjög vel,“ bætti Ten Hag við. „En það sem er mikilvægara er það að hann býr yfir mjög miklum gæðum. Ef þið horfið yfir ferilinn hans þá á hann tæplega 50 leiki fyrir England. Hann hefur staðið sig mjög vel bæði fyrir Leicester og Manchester United. Það sem við sjáum er að þakið er hátt og hann býður upp á mikla möguleika,“ sagði Ten Hag að lokum. Maguire verður þó ekki með United þegar liðið heimsækir nágranna sína í Manchester City á sunnudaginn vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Maguire hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United og enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann gerði meðal annars mistök sem leiddu til tveggja marka er England og Þýskaland gerðu 3-3 jafntefli síðastliðinn mánudag. Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segist þó ekki vera búinn að missa trúna á miðverðinum og er hann viss um að Maguire snúi genginu við. „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Maguireí dag. „Þetta snýst bara um hann. Hann snýr þessu við. Ég er viss um það. Ég er algjörlega sannfærður um það.“ "I back him because I believe in him." 🤝Erik ten Hag says Harry Maguire has his full backing despite recent criticism. ⭕pic.twitter.com/cCSYpAmpSK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2022 Þrátt fyrir þessa tröllatrú Hollendingsins á Maguire hefur hann þurft að sætta sig við bekkjarsetu í undanförnum leikjum. Ten Hag hefur stillt þeim Lisandro Martines og Raphael Varane upp í miðri vörninni og Portúgalinn Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í stað Maguire. „Jafnvel þegar hann er ekki í liðinu þá hefur hann verið að æfa mjög vel,“ bætti Ten Hag við. „En það sem er mikilvægara er það að hann býr yfir mjög miklum gæðum. Ef þið horfið yfir ferilinn hans þá á hann tæplega 50 leiki fyrir England. Hann hefur staðið sig mjög vel bæði fyrir Leicester og Manchester United. Það sem við sjáum er að þakið er hátt og hann býður upp á mikla möguleika,“ sagði Ten Hag að lokum. Maguire verður þó ekki með United þegar liðið heimsækir nágranna sína í Manchester City á sunnudaginn vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira