Klopp kemur Trent til varnar: „Sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:01 Jürgen Klopp skilur ekki af hverju fólki finnst Trent Alexander-Arnold lélegur varnarmaður. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur komið liðsmanni sínum, Trent Alexander-Arnold, til varnar eftir að sá síðarnefndi fékk ekki tækifæri með enska landsliðinu í nýliðnu verkefni liðsins í Þjóðadeildinni. Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira