Klopp kemur Trent til varnar: „Sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:01 Jürgen Klopp skilur ekki af hverju fólki finnst Trent Alexander-Arnold lélegur varnarmaður. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur komið liðsmanni sínum, Trent Alexander-Arnold, til varnar eftir að sá síðarnefndi fékk ekki tækifæri með enska landsliðinu í nýliðnu verkefni liðsins í Þjóðadeildinni. Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti