„Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2022 14:31 GettyImages Ungt fólk ver að meðaltali 5 klukkustundum á dag með nefið ofan í farsímanum sínum. Það reiðir sig í æ minna mæli á fréttir úr hefðbundnum fjölmiðlum og fyllist kvíða og vanlíðan ef það er lengi án farsímans. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar. Spánn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar.
Spánn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira