Klopp: „Við verðum að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 16:51 Jürgen Klopp segir að sínir menn verði að gera betur. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum. „Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
„Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05