Klopp: „Við verðum að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 16:51 Jürgen Klopp segir að sínir menn verði að gera betur. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum. „Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
„Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05