Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð greindi frá þessu fyrir stundu.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 3, 2022
The 2022 #NobelPrize in Physiology or Medicine has been awarded to Svante Pääbo for his discoveries concerning the genomes of extinct hominins and human evolution. pic.twitter.com/fGFYYnCO6J
Pääbo starfar við Max Planck-stofnunina í Leipzig í Þýskalandi og hefur sérstaklega rannsakað erfðafræði Neanderdalsmanna.
„Með tímamótarannsóknum sínum tókst Svante Pääbo því sem enginn hélt að væri mögulegt: að kortleggja erfðir Neanderdalsmanna, útdauðum ættingja núlifandi manna,“ sagði í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar.
Nóbelsnefndinni barst alls um átta hundruð tilnefningar frá vísindasamfélaginu í ár, en það er fimmtíu manna nefnd sem tekur ákvörðun um nýjan Nóbelsverðlaunahafa.
Bandarísku vísindamennirnir David Julius og Ardem Patapoutian hlutu Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði á síðasta ári fyrir uppgötvanir sínar þegar kemur jónarásum sem opnast eða lokast við hita eða þenslu.
Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni. Grein verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaun í eðlisfræði á morgun.