Baráttan gegn verðbólgunni kemur í veg fyrir hækkun skilagjalds Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2022 10:27 Skilagjald var síðast hækkað á síðasta ári, þegar það fór úr sextán krónum í átján. Getty Endurvinnslan lagði til að skilagjald fyrir flöskur og dósir yrði hækkað um tvær krónur, úr átján. krónum í tuttugu. Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytisins fór ekki eftir tillögunni sökum þess að berjast þyrfti gegn verðbólgunni. Því væri ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið. Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“ Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Endurvinnslunnar við hinn svokallaða Bandorm, frumvarp um breytingar á lögum vegna fjárlaga 2023. Þar segir að Endurvinnslan hafi óskað eftir því að skilagjald á hverja einingu yrði hækkað úr átján krónum í tuttugu, svo halda mætti í við verðlagsþróun. „Frá þeim tíma sem að skilagjald var síðast hækkað þann 1. mars 2021 áætlum við að verðlag mælt með neysluvísitölu muni hækka um nálega 15% til áramóta. Það myndi þýða hækkun frá núverandi skilagjaldi 18 ISK á einingu, sem nemur 2,7 ISK á einingu,“ segir í umsögninni. Er þar bent á að þrátt fyrir að ákvæði um að skilagjaldið eigi að hækka í takt við verðlagsþróun hafi verið tekið út á síðasta ári, hafi það samt verið vilji Alþingis að skilagjaldið haldi verðgildi sínu. Endurvinnslan segist hins vegar hafa fengið þau skilaboð að verðbólgan sé ástæðan fyrir því að ekki sé hægt að hækka skilagjaldið. „Þær skýringar sem að ráðuneytið gaf fyrir því að ekki væri farið að tillögu Endurvinnslunnar hf. var sú að þeir töldu að það yrði að reyna að halda niðri verðbólgu og því ekki svigrúm til að hækka skilagjaldið,“ segir í umsögn Endurvinnslunnar. Segist Endurvinnslan virða það sjónarmið ráðuneytisins en bendir á móti að frestun á hækkun skilagjaldsins geti haft sín áhrif. Hvati til að skila einnota drykkjarumbúðum geti minnkað og töluverð hækkunarþörf muni myndast, sem erfitt verði að leiðrétta síðar meir. „Þá hefur Endurvinnslan hf. bent á að þó að vissulega muni hækkun skilagjalds hafa áhif á vísitölu, þá hafi þessi hækkun ekki áhrif á neytendur einnota drykkjarumbúða þar sem að skilagjald er lagt á vöru sem fáist síðan endurgreitt að fullu við skil.“
Umhverfismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29. júní 2021 12:23