Sprengdu hryðjuverkasprengju í bíl í æfingaskyni Snorri Másson skrifar 4. október 2022 07:17 Um fjögur hundruð manns taka þátt í æfingu gegn hryðjuverkum sem fer nú fram á vegum íslensku Landhelgisgæslunnar. Yfirlautinant í breska sjóhernum segir um mikilvæga og rótgróna sprengjuleitaræfingu að ræða og að nú sé einblínt á nýjar ógnir í hernaðarmálum. Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Þegar maður heyrir af fjögur hundruð sprengjusérfræðingum æfa sig fyrir mögulegt hryðjuverk inni á verndarsvæði NATO gæti maður séð fyrir sér nokkurn hasar. Raunin er þó sú að þar sem sprengjusérfræðingar eru annars vegar, er allt gert, ef aðstæður leyfa, af djúpri þolinmæði og vandvirkni - með öðrum orðum, hlutirnir gerast hægt. Í innslaginu hér að ofan má sjá dæmi af sprengjuæfingu. Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni sýnir hvernig farið er að: „Hérna erum við með hryðjuverkasprengju sem er tímasprengja og það sem við ætlum að gera er að nota þetta vatnstól og nota sprengiefni til að þrýsta vatninu sem þá rýfur rafrásina áður en sprengjan virkar. Þetta fer bara inn í bíl og þetta með og svo sprengjum við.“ Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.Vísir/Arnar Bíllinn var heillegur eftir sprenginguna þökk sé vatnshleðslu.Vísir/Arnar Eins og sjá má í myndbandinu er þetta viðráðanleg sprenging - en það er vatnshleðslunni umræddu að þakka, sem dregur verulega úr högginu. „Hefði hryðjuverkasprengjan virkað hefði bíllinn sennilega bólgnað vel út og litið út eins og bjalla,“ segir Ásgeir. Staðan breyst á þessu ári Þetta eru fjögur hundruð manns frá fjórtán löndum og það er unnið frá sjö á morgnana og til tíu á kvöldin í tvær vikur. Allt frá gíslatöku í næturverkefni eru innifalin, með ýmsu ívafi og stundum mörgum sprengjum í hverju verkefni. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna, Northern Challenge, hafa farið fram í 21 ár núna. „Hún hefur alltaf verið í takt við tímann og skipt máli. Áður hefur þetta þannig aðallega snúist um Miðausturlönd og staði þar sem NATO hefur verið að starfa um árabil. Staðan hefur breyst alveg á þessu ári og nú erum við að beina sjónum að núverandi ógnum heimsins,“ segir Isaacs í samtali við fréttastofu. Nathan Isaacs, yfirlautinant í Konunglega breska sjóhernum, segir æfinguna hafa gífurlega mikla þýðingu fyrir þjálfun sprengjusérfræðinga.Vísir/Arnar
NATO Keflavíkurflugvöllur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira