„Eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2022 10:30 Vala Matt hitti Betu Reynis á dögunum eftir að hún varð að fara í aðgerð vegna húðkrabbameins. Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir lenti í því í sumar að fyrir rælni tók hún eftir dökkum fæðingarbletti á bakinu og í staðinn fyrir að láta hann í friði lét hún skoða hann og í ljós kom húðkrabbamein á byrjunarstigi. Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin. Ísland í dag Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Sjá meira
Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin.
Ísland í dag Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Sjá meira