Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 21:19 Napoli vann öruggan sigur í kvöld. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. Heimamenn í Ajax byrjuðu betur gegn Napoli og tóku forystuna strax á níundu mínútu með marki frá Mohammed Kudus. Giacomo Raspadori, Giovanni Di Lorenzo og Piotr Zielinski sáu þó til þess að gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn, staðan 1-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Giacomo Raspadori breytti stöðunni í 1-4 snemma í síðari hálfleik áður en Khvicha Kvaratskhelia skoraði fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn þegar Dusan Tadic nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og manni fleiri bættu gestirnir sjötta markinu við þegar Giovanni Simeone skoraði fyrir liðið. Niðurstaðan því 1-6 sigur Napoli sem trónir á toppi A-riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki, sex stigum meira en Ajax sem situr í þriðja sæti. Job done 😍😍😍We love the @ChampionsLeague!90+1 | #AjaxNapoli 1-6💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/bB9vdTGypb— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) October 4, 2022 Þá heldur belgíska liðið Club Brugge áfram að koma á óvart, en liðið trónir á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid í kvöld þar sem Kamal Sowah og Ferran Jutgla. Belgarnir hafa því skorað sjö mörk í þessum fyrstu þrem leikjum sínum og ekki fengið á sig eitt einasta. Liðið er sem áður segir á toppi riðilsins með níu stig af níu mögulegum, sex stigum meira en Atlético Madrid sem rekur lestina í riðlinum. Úrslit kvöldsins A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Heimamenn í Ajax byrjuðu betur gegn Napoli og tóku forystuna strax á níundu mínútu með marki frá Mohammed Kudus. Giacomo Raspadori, Giovanni Di Lorenzo og Piotr Zielinski sáu þó til þess að gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn, staðan 1-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Giacomo Raspadori breytti stöðunni í 1-4 snemma í síðari hálfleik áður en Khvicha Kvaratskhelia skoraði fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn þegar Dusan Tadic nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og manni fleiri bættu gestirnir sjötta markinu við þegar Giovanni Simeone skoraði fyrir liðið. Niðurstaðan því 1-6 sigur Napoli sem trónir á toppi A-riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki, sex stigum meira en Ajax sem situr í þriðja sæti. Job done 😍😍😍We love the @ChampionsLeague!90+1 | #AjaxNapoli 1-6💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/bB9vdTGypb— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) October 4, 2022 Þá heldur belgíska liðið Club Brugge áfram að koma á óvart, en liðið trónir á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid í kvöld þar sem Kamal Sowah og Ferran Jutgla. Belgarnir hafa því skorað sjö mörk í þessum fyrstu þrem leikjum sínum og ekki fengið á sig eitt einasta. Liðið er sem áður segir á toppi riðilsins með níu stig af níu mögulegum, sex stigum meira en Atlético Madrid sem rekur lestina í riðlinum. Úrslit kvöldsins A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham
A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira