Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 23:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson í leik með Selfyssingum. Hann er leikmaður Stjörnunnar í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira