Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 23:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson í leik með Selfyssingum. Hann er leikmaður Stjörnunnar í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Hergeir, sem sjálfur er Selfyssingur, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, taldi upp nokkra af þeim handboltamönnum frá Selfossi sem hafa stigið fram í sviðsljósið undanfarin ár og spurði Hergeir svo út í það hvað það væri sem myndi valda því að svo margir frábærir handboltamenn komi frá þessu eina og sama bæjarfélaginu. „Það er náttúrulega bara mikil handboltamenning þarna. Það hafa verið frábærir þjálfarar þarna í gegnum tíðina, en þetta er erfið spurning,“ sagði Hergeir. „Það er bara mikill metnaður í mönnum þarna en ég veit svo sem ekki hvað það er sem gerir þetta sérstakt. Það er kannski handboltaakademían sem gæti hafa startað einhverju. Þar er farið yfir mjög mikla tækni, allavega þegar Basti [Sebastian Alexanderson] var með hana og ég var í henni.“ Eðlilega var Stefán forvitinn um akademíuna og Hergeir sagði frá því hvað færi þar fram. „Við fáum þetta metið [til eininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands] og það eru kannski fimm sinnum í viku æfingar. Þetta eru lyftingar, það var verið að kenna okkur ólympískar lyftingar í þessu, og svo eru svona tækniæfingar í sal. Við vorum ekkert að hlaupa eða neitt, þetta voru bara tækniæfingar. Nota úlnliðinn, sitja og taka einhver undirhandaskot og allskonar. Þetta var bara á hverjum degi minnir mig,“ sagði Hergeir að lokum um handboltaakademíuna á Selfossi. Spjall Hergeirs við strákana í Seinni bylgjunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má svo finna með því að smella hér. Klippa: Hergeir Grímsson ræðir um handboltaakademíuna á Selfossi
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira