„Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2022 07:02 Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig. „Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
„Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira