Dæmd fyrir hundruð þúsunda króna strikamerkjasvindl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 13:01 Verslun Ikea í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu og karl í sextíu daga og þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið vörum úr verslun Ikea í Garðabæ með því að hafa tekið strikamerki af ódýrari vörum og sett á dýrari vörur. Dómur í málinu féll í síðustu viku. Í dómi héraðsdóms má lesa að konan virðist hafa verið öllu stórtækari en karlinn. Saman voru þau ákærð fyrir að hafa, í tvö skipti, samtals svikið út vörur fyrir 198.805 krónur. Það gerðu þau með því að koma strikamerkjum ódýrari vara fyrir á vörunum sem þau afgreiddu sig sjálf um á sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þannig greiddu þau aðeins 11.270 krónur fyrir vörurnar, sem voru sem fyrr segir virði 198.805 króna. Um var að ræða lampa, pönnur, gardínur, skápa, og handlaugar svo dæmi séu tekin IKEA í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Eiginkonan var einnig ákærð fyrir samskonar fjársvik í fjórum öðrum tilvikum en brotin öll áttu sér stað skömmu fyrir og eftir síðustu áramót. Var konunni gefið að sök að hafa svikið út vörur í þessi fjögur skipti fyrir samtals 158.595 krónur, með sama hætti og greint var frá hér að ofan. Alls greiddi konan 26.410 krónur fyrir vörurnar. Var um að ræða veggljós, handklæði, loftljós, sæng, kodda og teppi, svo dæmi séu tekin. Játuðu sök Svipar aðferðinni sem hjónin beittu við þjófnaðinn til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Hjónin játuðu sök fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá var einnig litið til þess að hvorugt þeirra hafi áður sætt refsingu. Var eiginkonan dæmd í sextíu daga fangelsi en eiginmaðurinn í þrjátíu daga fangelsi. Dómarnir falla niður haldi þau almennt skilorð í tvö ár. Dómsmál IKEA Verslun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Dómur í málinu féll í síðustu viku. Í dómi héraðsdóms má lesa að konan virðist hafa verið öllu stórtækari en karlinn. Saman voru þau ákærð fyrir að hafa, í tvö skipti, samtals svikið út vörur fyrir 198.805 krónur. Það gerðu þau með því að koma strikamerkjum ódýrari vara fyrir á vörunum sem þau afgreiddu sig sjálf um á sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þannig greiddu þau aðeins 11.270 krónur fyrir vörurnar, sem voru sem fyrr segir virði 198.805 króna. Um var að ræða lampa, pönnur, gardínur, skápa, og handlaugar svo dæmi séu tekin IKEA í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Eiginkonan var einnig ákærð fyrir samskonar fjársvik í fjórum öðrum tilvikum en brotin öll áttu sér stað skömmu fyrir og eftir síðustu áramót. Var konunni gefið að sök að hafa svikið út vörur í þessi fjögur skipti fyrir samtals 158.595 krónur, með sama hætti og greint var frá hér að ofan. Alls greiddi konan 26.410 krónur fyrir vörurnar. Var um að ræða veggljós, handklæði, loftljós, sæng, kodda og teppi, svo dæmi séu tekin. Játuðu sök Svipar aðferðinni sem hjónin beittu við þjófnaðinn til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Hjónin játuðu sök fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá var einnig litið til þess að hvorugt þeirra hafi áður sætt refsingu. Var eiginkonan dæmd í sextíu daga fangelsi en eiginmaðurinn í þrjátíu daga fangelsi. Dómarnir falla niður haldi þau almennt skilorð í tvö ár.
Dómsmál IKEA Verslun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira