Áhyggjufullir neytendur geta andað léttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2022 15:11 Þristarnir í tveimur útgáfum; hinar gamalgrónu umbúðir að ofan og þær nýrri fyrir neðan. Forstjóri Kólusar segir nýjar, látlausar umbúðir utan um súkkulaðistykkið Þrist, sem vöktu talsverðar áhyggjur netverja í gær, aðeins tímabundnar. Verið sé að bíða eftir sendingu af „gömlu góðu“ umbúðunum. Twitter-samfélagið rak í rogastans í gær þegar Urður Örlygsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu birti mynd af tveimur eintökum af súkkulaðistykkinu vinsæla; annað í hinum hefðbundnu umbúðum, skreyttum rauðum og bláum þristum, en hitt öllu lágstemmdara; guli liturinn enn allsráðandi en annars fátt sem minnir á hinn klassíska þrist. Búið að vara við nýjum veruleika vegna hryðjuverka. En hvað er þetta??? pic.twitter.com/RfsuvWM8iM— Urður Örlygsdóttir (@uorlyx) October 4, 2022 Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að mestu afar neikvæð. „Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram,“ skrifaði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram. Miklir möguleikar þarna, t.d. að tengja þá við :3 broskallinn.— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) October 4, 2022 „Siðrof!“ sagði annar. „Oj.. OG TIL HVERS?!“ velti sá þriðji upp. Og svo var það þetta: Afhverju ekki bara að fara alla leið með þetta you cowards? https://t.co/b6kXE8cdV5 pic.twitter.com/XStRrA7a8S— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) October 4, 2022 Ofangreindum er eflaust í fersku minni breytingar á gamalgrónum vörumerkjum annarra fyrirtækja sem greint hefur verið frá síðustu misseri. Þar má nefna Bónusgrísinn og Olísmerkið, breytingar sem sömuleiðis vöktu afar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Og neytendur hafa greinilega óttast að hið ástæla súkkulaðistykki, sem hefur raunar ítrekað verið valið besta íslenska sælgætið, fari sömu leið. Bíða eftir nýrri sendingu En svo er ekki. Snorri Páll Jónsson forstjóri Kólusar segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þessi breyting, sem vakti svo hörð viðbrögð netverja, sé tímabundin. Ástæðan sé rof í svokallaðri aðfangakeðju, meðal annars vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Hann sé farinn að hafa „óþægileg áhrif“ á meðal annars umbúðaframleiðslu í Evrópu. „Raforkuskortur og skömmtun á þeim mörkuðum, ásamt ört hækkandi verðlagi af þeim sökum, er nú farið að „glefsa“ í okkur hérna á litla Íslandi líka. Nú þarf mun meiri fyrirvara en áður til undirbúnings á framleiðslu á umbúðum eins og plasti, sem allt er framleitt utan landsteinanna, eftir að sú framleiðsla lagðist af svo til með öllu í landinu, fyrir um tveimur árum,“ segir Snorri. Umbúðirnar sem netverjar voru svo vonsviknir með séu notaðar utan um Þrist á erlendum markaði. Þær sé nú verið að nýta tímabundið hér heima. „Þar til ný sending umbúða með „gamla“ góða útlitinu berst á allra næstu dögum,“ segir Snorri. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Sælgæti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Twitter-samfélagið rak í rogastans í gær þegar Urður Örlygsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu birti mynd af tveimur eintökum af súkkulaðistykkinu vinsæla; annað í hinum hefðbundnu umbúðum, skreyttum rauðum og bláum þristum, en hitt öllu lágstemmdara; guli liturinn enn allsráðandi en annars fátt sem minnir á hinn klassíska þrist. Búið að vara við nýjum veruleika vegna hryðjuverka. En hvað er þetta??? pic.twitter.com/RfsuvWM8iM— Urður Örlygsdóttir (@uorlyx) October 4, 2022 Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að mestu afar neikvæð. „Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram,“ skrifaði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram. Miklir möguleikar þarna, t.d. að tengja þá við :3 broskallinn.— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) October 4, 2022 „Siðrof!“ sagði annar. „Oj.. OG TIL HVERS?!“ velti sá þriðji upp. Og svo var það þetta: Afhverju ekki bara að fara alla leið með þetta you cowards? https://t.co/b6kXE8cdV5 pic.twitter.com/XStRrA7a8S— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) October 4, 2022 Ofangreindum er eflaust í fersku minni breytingar á gamalgrónum vörumerkjum annarra fyrirtækja sem greint hefur verið frá síðustu misseri. Þar má nefna Bónusgrísinn og Olísmerkið, breytingar sem sömuleiðis vöktu afar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Og neytendur hafa greinilega óttast að hið ástæla súkkulaðistykki, sem hefur raunar ítrekað verið valið besta íslenska sælgætið, fari sömu leið. Bíða eftir nýrri sendingu En svo er ekki. Snorri Páll Jónsson forstjóri Kólusar segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þessi breyting, sem vakti svo hörð viðbrögð netverja, sé tímabundin. Ástæðan sé rof í svokallaðri aðfangakeðju, meðal annars vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Hann sé farinn að hafa „óþægileg áhrif“ á meðal annars umbúðaframleiðslu í Evrópu. „Raforkuskortur og skömmtun á þeim mörkuðum, ásamt ört hækkandi verðlagi af þeim sökum, er nú farið að „glefsa“ í okkur hérna á litla Íslandi líka. Nú þarf mun meiri fyrirvara en áður til undirbúnings á framleiðslu á umbúðum eins og plasti, sem allt er framleitt utan landsteinanna, eftir að sú framleiðsla lagðist af svo til með öllu í landinu, fyrir um tveimur árum,“ segir Snorri. Umbúðirnar sem netverjar voru svo vonsviknir með séu notaðar utan um Þrist á erlendum markaði. Þær sé nú verið að nýta tímabundið hér heima. „Þar til ný sending umbúða með „gamla“ góða útlitinu berst á allra næstu dögum,“ segir Snorri.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Sælgæti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent