Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 23:41 Fólk á gangi við bakka Yesa-uppistöðulónsins nærri Pamplona á Spáni í september. Lónið stendur lágt eftir mikinn þurrk. AP/Alvaro Barrientos Þurrkar í þremur heimsálfum í sumar voru tuttugufalt líklegri til að eiga sér stað en ella vegna hnattrænnar hlýnunar. Stórfljót þornuðu upp, uppskerubrestur varð og skógareldar kviknuðu í þurrkunum í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum. Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“ Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Grípa þurfti til takmarkana á vatnsnotkun í sumum Evrópulöndum vegna þurrkanna í sumar og í Kína var sumarið það þurrasta í sextíu ár. Yangtze-fljót var um tíma helmingi mjórra en það er í vanalegu árferði. Í Bandaríkjunum var ekki aðeins þurrt í vesturríkjunum þar sem þurrkar eru tíðir heldur einnig í norðausturríkjunum sem eiga ekki að venjast svo þurru loftslagi, að sögn AP-fréttastofunnar. Rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga af völdum manna á einstaka veðuratburði hefur fleygt fram á undanförnum árum. Niðurstaða vísindahópsins World Weather Attribution er að þurrkarnir ættu sér aðeins stað á fjögur hundruð ára fresti á norðurhveli jarðar ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun. Nú megi vænta slíkra þurrka á tuttugu ára fresti. Niðurstaðan miðast við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,2 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnunin heldur hins vegar áfram og bendir rannsókn hópsins til þess að hægt sé að vænta þurrka eins og þeirra sem urðu í sumar á tíu ára fresti við 0,8 gráðu hlýnun til viðbótar. Þurrkarnir og hamfaraflóðin í Pakistan í sumar bera fingraför loftslagsbreytinga, að sögn Maartens van Aalst, loftslagsvísindamanns við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum og eins höfunda rannsóknarinnar. „Fólk finnur klárlega fyrir áhrifunum og þau valda miklum usla,“ segir van Aalst við AP, „ekki aðeins í fátækum löndum eins og flóðin í Pakistan heldur í sumum ríkustu hlutum heimsins eins og Miðvestur-Evrópu.“
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29 Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Þurrkar afhjúpuðu 113 milljón ára gömul risaeðluspor Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur. 24. ágúst 2022 10:29
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37