Mafíusögur 2022: „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. október 2022 08:01 Non sento, non vedo e non parlo segir sikileyskt orðatiltæki en það þýðir „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki.“ Í tilefni hálfrar aldar afmæli fyrstu Guðföðursmyndarinnar rýnir Vísir í mafíusögur frá Sikiley. Þar er staðan enn sú að fyrirtæki þurfa að greiða mafíuskatt af rekstri sínum, eða pizzo. Vísir/Rakel Sveinsdóttir Fyrir rúmu ári síðan gerðist sá harmleikur í góðu hverfi í Palermo á Sikiley að rétt rúmlega fimmtugur fjölskyldufaðir féll, eða fleygði sér, fram af svölum á 9.hæð í fjölbýli og lést. Hér heima hefði okkur brugðið rétt eins og íbúum ytra. Og eflaust hefðum við spurt spurninga eins og „Hvað var að? Var hann þunglyndur eða?“ og fundið sárt til með bæði honum og fjölskyldu. Spurningarnar úti voru hins vegar aðrar því sú fyrsta sem kom upp hjá mörgum var: „Nú, skuldaði hann?“ Já, staðreyndin er nefnilega sú að þótt okkur langi að hluta til að setja ítalska mafíu í einhvern rómantískan búning getur veruleikinn dags daglega verið allt annar en rómantískur. Til dæmis þurfa fyrirtækjaeigendur á Sikiley að greiða mafíuskatt af starfseminni. Orðið „pizzo“ er sikileyska orðið yfir mafíuskattinn og í rekstri á Sikiley er jafn eðlilegt að huga að honum og virðisaukaskattinum hér heima. Fyrsta kvikmyndin í þríleiknum The Godfather fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á þessu ári. Myndir sem heillað hafa milljónir manna í áhorfi um sögu Corleone fjölskyldunnar, sem sögð var eiga rætur sínar að rekja til Sikileyjar. Af þessu tilefni rýnir Vísir í nokkrar mafíusögur frá Sikiley, með blaðamann á staðnum, sem reglulega starfar þaðan í fjarvinnu. Það er varla hægt að heimsækja Palermo á Sikiley án þess að taka mynd af hinum margfrægu tröppum óperuhússins þar sem hið dramatíska lokaatriði Guðföðursmyndarinnar 3 var tekið. Fyrsta myndin í þríleiknum kom út árið 1972, önnur árið 1974 en sú þriðja árið 1990. Á Sikiley er almenn venja að fólk segir ekki orðið mafía upphátt.Vísir/Rakel Sveinsdóttir Ekki segja orðið „mafía“ á Sikiley Fyrir stuttu birti íslenskur ferðamaður á Sikiley færslu með myndum á Facebook og lýsti þar Palermo sem borg sem væri uppfull af bæði fegurð og ljótleika. Sem er svolítið góð lýsing. Því á sama tíma og það er eitthvað svo sjarmerandi við þessa tæplega milljón manna borg, jafnvel svolítið sveitalegt, skemmir fyrir að heilu hrúgurnar af sorpi og alls kyns rusli liggja þar um víð og dreif. Enda er sagt að mafían ,,sjái“ um sorphirðuna hvort sem það er satt eða logið. Blaðamaður Vísis hefur heimsótt þessa borg reglulega síðastliðna þrjá áratugi og síðustu misseri búið á lítilli eyju, Ustica, rétt fyrir utan Palermo í nokkra mánuði á ári. Þar og í Palermo býr Gréta Björk Valdimarsdóttir fararstjóri með meiru lungað úr ári. Eiginmaður hennar er Calsedonio Conzales læknir, fæddur og uppalinn í borginni. „Á þeim tæplega þrjátíu árum sem ég hef verið búsett á Sikiley hef ég aðeins einu sinni upplifað að vera í návígi við mafíuna. Þá sat ég á litlu kaffihúsi í Palermo þar sem hópur manna tíndist inn og var augljóslega að fara að funda. Eftir smá stund áttaði ég mig á því að umræðuefnið var greinilega allt annað en eitthvað sem teldist eðlilegt eða löglegt. Með mitt íslenska útlit, eða Skandinavíska, virtust mennirnir þó ekki hafa áhyggjur af mér. Til að tryggja að þeir teldu mig ekki skilja neitt, ákvað ég samt til öryggis að fara að tala í símann: Á íslensku! Þetta virkar kannski sakleysislegt en ég get alveg sagt ykkur að þetta var í alvörunni undarlegt móment að upplifa.“ Síðustu tuttugu árin hefur Gréta verið farastjóri sérferða Heimsferða til Sikileyjar. Hún segir íslenska ferðalanga alltaf hafa mikinn áhuga á mafíunni og öllu sem að henni snýr. „Ég byrja alltaf á því að segja fólki að á Sikiley segir þú ekki orðið mafía upphátt. Frekar kenni ég fólki að nota önnur orð í staðinn. Til dæmis að tala frekar um Samtökin eins og ég geri, eða búa til orð eins og Fjölskyldan.“ Er hættulegt að segja orðið mafía á Sikiley? „Nei ekkert endilega. En Sikileyingar upplifa þetta orð sem móðgun af hálfu útlendinga því þeir telja það merki þess að fólk heimsæki Sikiley eingöngu vegna þess að það tengi eyjuna við mafíuna og það þykir þeim miður,“ svarar Gréta en bætir við: ,,Það átta sig hins vegar ekki margir á því að orðið mafía er upprunalega komið úr arabískunni þar sem það þýðir ,,samstaða.“ Í kjölfarið skýrir Gréta út mjög merkilega sögu hinnar upphaflegu mafíu. „Á nítjándu öld varð mafían fyrst til á Sikiley og það má segja að upphaflegur tilgangur hennar hafi ekki verið svo ólíkur stéttarfélögum svo ég taki þá líkingu. Á þessum tíma ríkti lénskerfi á Sikiley, með hefðarfólki sem átti jarðir um alla eyju og rekstur þeirra í umsjón bústjóra. Bústjórarnir voru mjög háttsettir menn en almennt sagðir fara mjög illa með vinnufólk. Sem fékk ekki launin sín, aðbúnaður og allt annað var mjög slæmt. Úr varð að mafíur fóru að myndast sem nokkurs konar samtök til að tryggja hagsmuni þessa fólks sem verið var að fara svona illa með. Þegar hefðarfólkið síðar fór að flykkjast meira til borgarinnar, sátu bústjórarnir eftir á jörðunum og fengu nafnbótina Barónar. Áfram hélt mafían að styðja við bakið á þeim sem verst höfðu það og fór svo að starfsemin þeirra fór að verða rótgrónari og rótgrónari inn í allt samfélagið. Á endanum þótti það eðlilegt í hverju héraði að þeir sem réðu mest í hverjum bæ væru eftirtaldir aðilar: Presturinn, mafíósinn, lögreglustjórinn og bæjarstjórinn.“ Gréta Björk Valdimarsdóttir þekkir Palermo borg eins og lófann á sér en hún segir það hafa verið undarlega stund þegar hún áttaði sig eitt sinn á því á kaffihúsi að hún sat við hliðina á mafíósum sem voru að funda. Gréta hefur síðastliðin tuttugu ár verið farastjóri sérferða Heimsferða til Sikileyjar og segir Íslendinga alltaf haft mjög mikinn áhuga á mafíusögum. Á efri mynd má sjá mynd af Tommasso Buscetta við handtöku (fv.) og Falcone saksóknara. Neðri mynd Gréta Björk Valdimarsdóttir.Vísir/Rakel Sveinsdóttir Gamlar og „góðar“ mafíureglur Við viljum öll heyra og sjá einhverja fegurð í sikileysku mafíunni. Svona eins og við upplifðum í Guðföðursmyndunum. Þar sem glæpamennirnir voru okkar hetjur. Og við vildum Guðföðurnum sjálfum allt það besta. Glæpakónginum sjálfum. Vorkenndum honum jafnvel fyrir að „þurfa“ að vera svona vondur. Drap meira að segja bróður sinn – hugsa sér! En er einhverja rómantík að finna hjá sikileysku mafíunni? Sikileyska mafían á sér svo sterkar rætur í samfélaginu. Og hjá henni gilda ákveðin prinsipp sem eflaust sumir sjá fyrir sér í rómantískum búning. Ég nefni sem dæmi að þótt atvinnurekendur þurfi að greiða mafíuskattinn af rekstri sínum, eru þeir undanþegnir sem starfa í heilbrigðisgeiranum. Þetta eru þá aðilar eins og barnalæknar eða aðrir læknar sem starfa sjálfstætt, tannlæknar, sálfræðingar og svo framvegis.“ Gréta skýrir þó út að apótekarar þurfi að greiða mafíuskattinn. Því þótt þar fari fram lyfjasala er reksturinn sem slíkur flokkaður sem ,,business,“ enda apótek í dag hálfgerðar verslanir. Þess má geta að umræddur maður sem lést eftir fallið af 9.hæð í fyrra var einmitt apótekari. Sem átti sinn rekstur og gekk vel. Skildi eftir sig eiginkonu og unglingsdóttur. Fráfallið hans var í fréttum ytra í nokkra daga í fyrra og á meðan það var, var hvíslað um það á milli manna hvort vísbendingar hefðu verið um að apótekarinn hefði verið í einhverjum vondum málum hjá mafíunni eða hvort fallið hafi verið slys eða sjálfsvíg. En eins og með mörg sambærileg mál á Sikiley, lognaðist umræðan út af og enginn var neinu nær. En hvaða aðrar gamlar og „góðar“ reglur gilda hjá mafíunni á Sikiley? Jú, ein þeirra er að ef einhver á þeirra vegum hlýtur fangelsisdóm fyrir hönd mafíunnar, er það óskrifuð regla að mafían ber uppi framfærslu maka og barna á meðan. Og í ljósi þess hversu margir menn hafa verið dæmdir í fangelsi síðastliðna áratugi, er þetta stór kostnaðarbiti að kyngja! Við skulum byrja á sögu sem leiddi til þess að tæplega fimmhundruð mafíósar fóru í fangelsi. Samningurinn við mafíósann Tomasso Buscetta markaði mikil tímamót í samtímasögu sikileysku mafíunnar en í kjölfar upplýsinga frá honum fóru tæplega fimmhundruð manns í fangelsi. Á Sikiley gildir sú regla hjá mafíunni að greiða framfærslu fyrir maka og börn ef menn fara í fangelsi vegna starfa sinna fyrir mafíuna. Myndir hafa verið gerðar um Buscetta og um hann hafa allir virtustu fjölmiðlar heims mikið fjallað. „Númer eitt á dauðalista mafíunnar“ Árið 2019 kom út ítölsk mynd sem hlaut ekki aðeins góða dóma heldur fjöldan allan af tilnefningum. Til dæmis á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin heitir Il Traditore og segir frá mafíósanum Tommaso Buscetta sem jafnan er sagður fyrsti uppljóstrari mafíunnar. Buscetta lifði í raun þreföldu lífi því í þremur löndum átti hann eiginkonu og samtals sjö börn. Þegar Buscetta var rúmlega fimmtugur var hann á hátindi ferils síns sem einn af forystumönnum sikileysku mafíunnar. Sem tók sinn toll því þegar upp komu deilur á milli hans og annars arms í mafíunni, Riina mafíunnar, var stór hluti fjölskyldu Buscetta myrt: Tveir synir hans, tengdasonur, bróðir hans og frændi. Svo staldrað sé aðeins við nafnið Riina þá er höfuðpaur þeirrar fjölskyldu guðfaðirinn og hinn illræmdi Toto Riina frá Corleonee, capo dei tutti capi. Um hann verður meira fjallað síðar í þessari umfjöllun. Í kjölfarið morðanna flúði Buscetta til Brasilíu. Þar fór hann huldu höfði og lagði það meira að segja á sig að fara í skurðaðgerðir til að breyta útliti sínu. En allt kom fyrir ekki því árið 1983 var Buscetta handtekinn. Um ári eftir handtökuna gerði Buscetta samning við yfirvöld um að gerast uppljóstrari, gegn samningi um vitnavernd. Þessi samningur við Buscetta hefur æ síðan verið sagður marka ákveðin kaflaskil í baráttunni við ítök mafíunnar. Því ekki aðeins fylgdu á eftir stærstu mafíuréttarhöld sögunnar, tímabilið 1986-1987, heldur vörpuðu upplýsingar Buscetta ljósi á svo margt um hvernig innra starf mafíunnar fer í raun fram. Til viðbótar ljóstraði hann upp ótrúlegustu nöfnum sem endurspegluðu vel spillinguna sem hlýst af því að mafían er með undirtökin svo víða í atvinnulífi og pólitík. Mörg þessara nafna voru nöfn þekktra einstaklinga í ítalskri stjórnsýslu og jafnvel frægir stjórnmálamenn. Þar af var frægastur Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Andreotti var síðar leiddur fyrir dóm en sýknaður. Svo merkileg þótti handtaka Buscetta á sínum tíma að Morgunblaðið lagði undir umfjöllun um hann heila opnu haustið 1984. Og auðvitað var fyrirsögnin: „Númer eitt á dauðalista mafíunnar“ Handataka Tomasso Buscetta komst í heimsfréttirnar árið 1984 enda stór tíðindi að svona háttsettur mafíósi frá SIkiley næðist. Allir íslensku miðlarnir sögðu frá handtökunni og lagði Morgunblaðið heila opnu undir umfjöllun um hann haustið 1984. Buscetta gerði síðar samning við yfirvöld um að gerast uppljóstrari gegn því að losna undan fangelsisvist og fara í vitnavernd. Ekki einu sinni Vísir á Íslandi telst öruggur Að ganga um götur Palermo er vægast sagt yndisleg upplifun. Og auðvitað hefur blaðamaður Vísis gert það sama og allir aðrir gestir borgarinnar: Tekið myndir af hinum frægu tröppum óperúhússins í borginni þar sem dramatískasta atriði Guðföðursmyndarinnar III var tekið: Þegar dóttir Guðföðursins sjálfs var skotin í misgripum og Al Pacino, í hlutverki Guðföðursins grætur svo nístandi harmagráti að ekki annað hægt en að tárast með. Að heillast af Sikiley, menningunni, fólkinu, umhverfinu, mat og víni er svo auðvelt. Enda Sikiley engu öðru lík. Þá eru fallegar eyjur allt um kring, eins og Ustica þar sem blaðamaður býr reglulega. Á Ustica heillar tær sjórinn, ekki síst vegna þess að um leið og þú dýfir tánum eða kroppnum í sjóinn til kælingar kemst enginn hjá því að sjá litríku fiskana synda allt um kring. Það hlýtur að vera einhver rómantík í þessu? spyr hugurinn aftur og aftur. Því varla getur nokkur saga verið svo merkileg og rótgróin nema eitthvað fallegt loði við hana í kjarnann. Eða hvað? Eins og blaðamönnum er almennt tamt var ekki hægt annað en að fara að grúska:. Leita, lesa, finna, horfa. Og auðvitað að reyna að finna einhvern Sikileying sem væri tilbúinn til þess að ræða um mafíuna. Sem gekk ekki! Því ekki einu sinni Vísir, íslenskur vefmiðill í Norður Atlantshafi, telst öruggur staður að tjá sig á! Grúskið leiddi þó til þess að til greinaskrifa var ekki hægt annað en að rýna betur í söguna um Buscetta. Manninn sem allir heimsins virtustu fjölmiðlar hafa reyndar fjallað um. Sem dæmi um vægi Buscetta í samfélagsögunni um sikileysku mafíuna má nefna að til viðbótar við fyrrgreinda kvikmynd, Il Traditore, var gerð heimildarmynd sem sýnd var á Netflix árið 2015 og heitir „Our Godfather: The Man the Mafia Could Not Kill.“ Viðmælendur í þeirri mynd eru sonur Buscetta, Roberto, og ein af barnsmæðrum hans, Cristina, sem enn lifa í felum í Bandaríkjunum. Því miður eru hvorugar myndirnar í boði fyrir íslenskan markað. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vc57b1iLhdI">watch on YouTube</a> „Ég er mafósi“ Buscetta var fæddur á Sikiley árið 1928. Nokkrum árum eftir síðari heimstyrjöldina flutti Buscetta til Argentínu og er upphaf glæpaferils hans rakin þangað. Árið 1957 flutti Buscetta aftur til Sikileyjar þar sem hann gekk formlega til liðs við mafíuna. Þá 29 ára. Árið 1960 var Buscetta dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morð. En eins og í góðri bíómynd, tókst honum að flýja. Buscetta flúði til Bandaríkjanna og varð fljótlega þar einn helsti forsvarsmaður Sikileysku Cosa Nostra mafíunnar. Meginstarfsemin fólst í innflutningi á heróíni og sagði Buscetta frá því eftir handtöku hvernig viðamikill innflutningur til Bandaríkjanna fór fram undir yfirskini pizza innflutnings frá Ítalíu til Bandaríkjanna. Heróín? Bandaríkin? Hér er ágætt að staldra aðeins við því rétt eins og gefið var í skyn í Guðföðursmyndunum fólst starfsemi mafíunnar í Bandaríkjunum meðal annars í innflutningu og sölu á eiturlyfjum. Sem þó mátti ekki selja til Ítala. Því ekki mátti selja dóp til „þeirra eigin barna,“ eins og sagt var. Almennt var dópsala sikileysku mafíunnar í Bandaríkjunum því beind til blökkufólks og fólks frá Puerto Rico. Eins og áður sagði var Buscetta á endanum handtekinn í Brasilíu enda umsvifamikill í störfum sínum og lífi þar líka. Eitt sinn var Buscetta þó á ferðalagi til Ítalíu. Auðvitað undir fölsku flaggi. Var handtekinn. En viti menn: Buscetta náði enn og aftur að flýja! Þegar Buscetta var loks handtekinn í Brasilíu árið 1982 reyndi hann að sjálfsögðu að múta lögreglumönnum og öðrum innan kerfisins þannig að honum tækist að flýja En allt kom fyrir ekki og fór sem fór. Þó er sagt að þegar Buscetta heyrði af þeim fyrirætlunum að hann yrði framseldur til Ítalíu reyndi hann að taka sitt eigið líf. Sem líklegast segir mikið til um óttann við að mæta örlögum sínum á Ítalíu. Ekki síst með tilliti til þess að fjandmenn hans tilheyrðu mafíu hins illræmda Toto Riina frá Corleone. Mál fóru hins vegar á besta veg því með samningi um vitnavernd því Buscetta lést árið 2000, þá 71 árs. Banamein hans var krabbamein. Í Bandaríkjunum er Buscetta enn minnst sem hetju. Annað viðhorf gildir á Sikiley því þar hefur orðið „pentito,“ sem þýðir uppljóstrari og er oftar en ekki kennt við Buscetta og þá í neikvæðri merkingu.. Frá Buscetta lifa þó nokkrar frægar setningar frá þessum tíma. Til dæmis þegar hann sagði að sikileyska mafían væri ekki lengur sú sem hún áður var: Því spilling og græðgi einkenndi allt hennar starf í dag. Önnur fræg setning hefur lengi lifað. En það er sú setning sem Buscetta er sagður hafa sagt við saksóknarann Giovanni Falcone þegar þeir hittust í fyrsta sinn eftir framsalið á Buscetta til Sikileyjar. Buscetta sagði þá: „Ég er mafíósi,“ og byrjaði að tala. Í 45 daga er hann sagður hafa setið með saksóknara og gefið upplýsingar. Lítið vissu menn þó þá, hversu stórt og mikilvægt hlutverk Falcone saksóknara yrði í samtímasögu mafíunnar og við munum segja betur frá í umfjöllun á Vísi næsta sunnudag. Á þeim tæpum þrjátíu árum sem blaðamaður hefur heimsótt Sikiley hefur aldrei tekist að fá sikileyska vini til að ræða um mafíuna. Ítök mafíunnar eru þó sterk og meira að segja paradísareyjan Ustica rétt fyrir utan Palermo er ekki undanskilin nærveru hennar. Á myndum má sjá Grétu Björk á kaffihúsi á Ustica, því sömu og hún og blaðamaður hafa oft setið á síðustu áratugi og kom meðal annars fram í umfjöllun Morgunblaðsins árið 1995. Næsta sunnudag verður sagt frá því á Vísi, hvernig nærvera mafíunnar birtist á þessu litla kaffihúsi í lok ágúst 2022. Vísir/Rakel Sveinsdóttir „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki“ Það er fallegur dagur í maí og árið er 2022. Á götum Palermo má sjá fólk en almennt hefur borgin frekar rólegt yfirbragð yfir sér. Síestan er jú frekar rík hefð enn á Sikiley, þar sem búðir loka hluta dags og fækkar á götum. Það eina óvenjulega við þennan dag var hversu margir virtust vera með blómvendi á götunum. Ef ekki með blóm, þá að kaupa blóm. „Skrýtið“ hugsar blaðamaður með sér. „Ætli það sé mikið um fermingar eða brúðkaup í dag?“ Nei var svarið sem fékkst nokkrum dögum síðar. „Þetta var á dánardagur Falcone saksóknara sem enn er hylltur sem mikil hetja á Sikiley. Þennan dag kaupir fólk blóm, leggur við tré rétt við heimili hans þar sem hann bjó og minnist hans sem hetju. Skrúðgöngur eru meira að segja haldnar víða,“ segir Gréta. Að dánardegi Falcone verður betur komið að síðar, en á miðum sem fólk leggur við tréð eða festir á það segir til dæmis: „Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú ert hetjan okkar.“ Nokkru síðar er blaðamaður staddur á litlu kaffihúsi á paradísareyjunni Ustica. Og spyr: Gréta; Á þessum tæplega þrjátíu árum sem ég hef komið hingað hefur mér aldrei tekist að fá neinn til að tala við mig um mafíuna. Þó hefur fólk tekið mér vel, alltaf til í spjall og ýmiss vinatengsl myndast. En hvers vegna vill enginn tala við mig um mafíuna? Og Gréta svarar: Það er til sikileyskt orðatiltæki sem börn læra nánast áður en þau fara að tala. Þetta orðatiltæki er: Non sento, non vedo e non parlo og þýðir „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki,“ svarar Gréta. Lítið vissum við þá um að aðeins nokkrum mánuðum síðar myndi nærvera sikileysku mafíunnar standa aðeins nokkrum metrum frá okkur á þessu sama litla kaffihúsi á Ustica. Meira næsta sunnudag á Vísi, klukkan 08 sunnudagsmorguninn 16.október. Erlend sakamál Íslendingar erlendis Ítalía Menning Einu sinni var... Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Hér heima hefði okkur brugðið rétt eins og íbúum ytra. Og eflaust hefðum við spurt spurninga eins og „Hvað var að? Var hann þunglyndur eða?“ og fundið sárt til með bæði honum og fjölskyldu. Spurningarnar úti voru hins vegar aðrar því sú fyrsta sem kom upp hjá mörgum var: „Nú, skuldaði hann?“ Já, staðreyndin er nefnilega sú að þótt okkur langi að hluta til að setja ítalska mafíu í einhvern rómantískan búning getur veruleikinn dags daglega verið allt annar en rómantískur. Til dæmis þurfa fyrirtækjaeigendur á Sikiley að greiða mafíuskatt af starfseminni. Orðið „pizzo“ er sikileyska orðið yfir mafíuskattinn og í rekstri á Sikiley er jafn eðlilegt að huga að honum og virðisaukaskattinum hér heima. Fyrsta kvikmyndin í þríleiknum The Godfather fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á þessu ári. Myndir sem heillað hafa milljónir manna í áhorfi um sögu Corleone fjölskyldunnar, sem sögð var eiga rætur sínar að rekja til Sikileyjar. Af þessu tilefni rýnir Vísir í nokkrar mafíusögur frá Sikiley, með blaðamann á staðnum, sem reglulega starfar þaðan í fjarvinnu. Það er varla hægt að heimsækja Palermo á Sikiley án þess að taka mynd af hinum margfrægu tröppum óperuhússins þar sem hið dramatíska lokaatriði Guðföðursmyndarinnar 3 var tekið. Fyrsta myndin í þríleiknum kom út árið 1972, önnur árið 1974 en sú þriðja árið 1990. Á Sikiley er almenn venja að fólk segir ekki orðið mafía upphátt.Vísir/Rakel Sveinsdóttir Ekki segja orðið „mafía“ á Sikiley Fyrir stuttu birti íslenskur ferðamaður á Sikiley færslu með myndum á Facebook og lýsti þar Palermo sem borg sem væri uppfull af bæði fegurð og ljótleika. Sem er svolítið góð lýsing. Því á sama tíma og það er eitthvað svo sjarmerandi við þessa tæplega milljón manna borg, jafnvel svolítið sveitalegt, skemmir fyrir að heilu hrúgurnar af sorpi og alls kyns rusli liggja þar um víð og dreif. Enda er sagt að mafían ,,sjái“ um sorphirðuna hvort sem það er satt eða logið. Blaðamaður Vísis hefur heimsótt þessa borg reglulega síðastliðna þrjá áratugi og síðustu misseri búið á lítilli eyju, Ustica, rétt fyrir utan Palermo í nokkra mánuði á ári. Þar og í Palermo býr Gréta Björk Valdimarsdóttir fararstjóri með meiru lungað úr ári. Eiginmaður hennar er Calsedonio Conzales læknir, fæddur og uppalinn í borginni. „Á þeim tæplega þrjátíu árum sem ég hef verið búsett á Sikiley hef ég aðeins einu sinni upplifað að vera í návígi við mafíuna. Þá sat ég á litlu kaffihúsi í Palermo þar sem hópur manna tíndist inn og var augljóslega að fara að funda. Eftir smá stund áttaði ég mig á því að umræðuefnið var greinilega allt annað en eitthvað sem teldist eðlilegt eða löglegt. Með mitt íslenska útlit, eða Skandinavíska, virtust mennirnir þó ekki hafa áhyggjur af mér. Til að tryggja að þeir teldu mig ekki skilja neitt, ákvað ég samt til öryggis að fara að tala í símann: Á íslensku! Þetta virkar kannski sakleysislegt en ég get alveg sagt ykkur að þetta var í alvörunni undarlegt móment að upplifa.“ Síðustu tuttugu árin hefur Gréta verið farastjóri sérferða Heimsferða til Sikileyjar. Hún segir íslenska ferðalanga alltaf hafa mikinn áhuga á mafíunni og öllu sem að henni snýr. „Ég byrja alltaf á því að segja fólki að á Sikiley segir þú ekki orðið mafía upphátt. Frekar kenni ég fólki að nota önnur orð í staðinn. Til dæmis að tala frekar um Samtökin eins og ég geri, eða búa til orð eins og Fjölskyldan.“ Er hættulegt að segja orðið mafía á Sikiley? „Nei ekkert endilega. En Sikileyingar upplifa þetta orð sem móðgun af hálfu útlendinga því þeir telja það merki þess að fólk heimsæki Sikiley eingöngu vegna þess að það tengi eyjuna við mafíuna og það þykir þeim miður,“ svarar Gréta en bætir við: ,,Það átta sig hins vegar ekki margir á því að orðið mafía er upprunalega komið úr arabískunni þar sem það þýðir ,,samstaða.“ Í kjölfarið skýrir Gréta út mjög merkilega sögu hinnar upphaflegu mafíu. „Á nítjándu öld varð mafían fyrst til á Sikiley og það má segja að upphaflegur tilgangur hennar hafi ekki verið svo ólíkur stéttarfélögum svo ég taki þá líkingu. Á þessum tíma ríkti lénskerfi á Sikiley, með hefðarfólki sem átti jarðir um alla eyju og rekstur þeirra í umsjón bústjóra. Bústjórarnir voru mjög háttsettir menn en almennt sagðir fara mjög illa með vinnufólk. Sem fékk ekki launin sín, aðbúnaður og allt annað var mjög slæmt. Úr varð að mafíur fóru að myndast sem nokkurs konar samtök til að tryggja hagsmuni þessa fólks sem verið var að fara svona illa með. Þegar hefðarfólkið síðar fór að flykkjast meira til borgarinnar, sátu bústjórarnir eftir á jörðunum og fengu nafnbótina Barónar. Áfram hélt mafían að styðja við bakið á þeim sem verst höfðu það og fór svo að starfsemin þeirra fór að verða rótgrónari og rótgrónari inn í allt samfélagið. Á endanum þótti það eðlilegt í hverju héraði að þeir sem réðu mest í hverjum bæ væru eftirtaldir aðilar: Presturinn, mafíósinn, lögreglustjórinn og bæjarstjórinn.“ Gréta Björk Valdimarsdóttir þekkir Palermo borg eins og lófann á sér en hún segir það hafa verið undarlega stund þegar hún áttaði sig eitt sinn á því á kaffihúsi að hún sat við hliðina á mafíósum sem voru að funda. Gréta hefur síðastliðin tuttugu ár verið farastjóri sérferða Heimsferða til Sikileyjar og segir Íslendinga alltaf haft mjög mikinn áhuga á mafíusögum. Á efri mynd má sjá mynd af Tommasso Buscetta við handtöku (fv.) og Falcone saksóknara. Neðri mynd Gréta Björk Valdimarsdóttir.Vísir/Rakel Sveinsdóttir Gamlar og „góðar“ mafíureglur Við viljum öll heyra og sjá einhverja fegurð í sikileysku mafíunni. Svona eins og við upplifðum í Guðföðursmyndunum. Þar sem glæpamennirnir voru okkar hetjur. Og við vildum Guðföðurnum sjálfum allt það besta. Glæpakónginum sjálfum. Vorkenndum honum jafnvel fyrir að „þurfa“ að vera svona vondur. Drap meira að segja bróður sinn – hugsa sér! En er einhverja rómantík að finna hjá sikileysku mafíunni? Sikileyska mafían á sér svo sterkar rætur í samfélaginu. Og hjá henni gilda ákveðin prinsipp sem eflaust sumir sjá fyrir sér í rómantískum búning. Ég nefni sem dæmi að þótt atvinnurekendur þurfi að greiða mafíuskattinn af rekstri sínum, eru þeir undanþegnir sem starfa í heilbrigðisgeiranum. Þetta eru þá aðilar eins og barnalæknar eða aðrir læknar sem starfa sjálfstætt, tannlæknar, sálfræðingar og svo framvegis.“ Gréta skýrir þó út að apótekarar þurfi að greiða mafíuskattinn. Því þótt þar fari fram lyfjasala er reksturinn sem slíkur flokkaður sem ,,business,“ enda apótek í dag hálfgerðar verslanir. Þess má geta að umræddur maður sem lést eftir fallið af 9.hæð í fyrra var einmitt apótekari. Sem átti sinn rekstur og gekk vel. Skildi eftir sig eiginkonu og unglingsdóttur. Fráfallið hans var í fréttum ytra í nokkra daga í fyrra og á meðan það var, var hvíslað um það á milli manna hvort vísbendingar hefðu verið um að apótekarinn hefði verið í einhverjum vondum málum hjá mafíunni eða hvort fallið hafi verið slys eða sjálfsvíg. En eins og með mörg sambærileg mál á Sikiley, lognaðist umræðan út af og enginn var neinu nær. En hvaða aðrar gamlar og „góðar“ reglur gilda hjá mafíunni á Sikiley? Jú, ein þeirra er að ef einhver á þeirra vegum hlýtur fangelsisdóm fyrir hönd mafíunnar, er það óskrifuð regla að mafían ber uppi framfærslu maka og barna á meðan. Og í ljósi þess hversu margir menn hafa verið dæmdir í fangelsi síðastliðna áratugi, er þetta stór kostnaðarbiti að kyngja! Við skulum byrja á sögu sem leiddi til þess að tæplega fimmhundruð mafíósar fóru í fangelsi. Samningurinn við mafíósann Tomasso Buscetta markaði mikil tímamót í samtímasögu sikileysku mafíunnar en í kjölfar upplýsinga frá honum fóru tæplega fimmhundruð manns í fangelsi. Á Sikiley gildir sú regla hjá mafíunni að greiða framfærslu fyrir maka og börn ef menn fara í fangelsi vegna starfa sinna fyrir mafíuna. Myndir hafa verið gerðar um Buscetta og um hann hafa allir virtustu fjölmiðlar heims mikið fjallað. „Númer eitt á dauðalista mafíunnar“ Árið 2019 kom út ítölsk mynd sem hlaut ekki aðeins góða dóma heldur fjöldan allan af tilnefningum. Til dæmis á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin heitir Il Traditore og segir frá mafíósanum Tommaso Buscetta sem jafnan er sagður fyrsti uppljóstrari mafíunnar. Buscetta lifði í raun þreföldu lífi því í þremur löndum átti hann eiginkonu og samtals sjö börn. Þegar Buscetta var rúmlega fimmtugur var hann á hátindi ferils síns sem einn af forystumönnum sikileysku mafíunnar. Sem tók sinn toll því þegar upp komu deilur á milli hans og annars arms í mafíunni, Riina mafíunnar, var stór hluti fjölskyldu Buscetta myrt: Tveir synir hans, tengdasonur, bróðir hans og frændi. Svo staldrað sé aðeins við nafnið Riina þá er höfuðpaur þeirrar fjölskyldu guðfaðirinn og hinn illræmdi Toto Riina frá Corleonee, capo dei tutti capi. Um hann verður meira fjallað síðar í þessari umfjöllun. Í kjölfarið morðanna flúði Buscetta til Brasilíu. Þar fór hann huldu höfði og lagði það meira að segja á sig að fara í skurðaðgerðir til að breyta útliti sínu. En allt kom fyrir ekki því árið 1983 var Buscetta handtekinn. Um ári eftir handtökuna gerði Buscetta samning við yfirvöld um að gerast uppljóstrari, gegn samningi um vitnavernd. Þessi samningur við Buscetta hefur æ síðan verið sagður marka ákveðin kaflaskil í baráttunni við ítök mafíunnar. Því ekki aðeins fylgdu á eftir stærstu mafíuréttarhöld sögunnar, tímabilið 1986-1987, heldur vörpuðu upplýsingar Buscetta ljósi á svo margt um hvernig innra starf mafíunnar fer í raun fram. Til viðbótar ljóstraði hann upp ótrúlegustu nöfnum sem endurspegluðu vel spillinguna sem hlýst af því að mafían er með undirtökin svo víða í atvinnulífi og pólitík. Mörg þessara nafna voru nöfn þekktra einstaklinga í ítalskri stjórnsýslu og jafnvel frægir stjórnmálamenn. Þar af var frægastur Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Andreotti var síðar leiddur fyrir dóm en sýknaður. Svo merkileg þótti handtaka Buscetta á sínum tíma að Morgunblaðið lagði undir umfjöllun um hann heila opnu haustið 1984. Og auðvitað var fyrirsögnin: „Númer eitt á dauðalista mafíunnar“ Handataka Tomasso Buscetta komst í heimsfréttirnar árið 1984 enda stór tíðindi að svona háttsettur mafíósi frá SIkiley næðist. Allir íslensku miðlarnir sögðu frá handtökunni og lagði Morgunblaðið heila opnu undir umfjöllun um hann haustið 1984. Buscetta gerði síðar samning við yfirvöld um að gerast uppljóstrari gegn því að losna undan fangelsisvist og fara í vitnavernd. Ekki einu sinni Vísir á Íslandi telst öruggur Að ganga um götur Palermo er vægast sagt yndisleg upplifun. Og auðvitað hefur blaðamaður Vísis gert það sama og allir aðrir gestir borgarinnar: Tekið myndir af hinum frægu tröppum óperúhússins í borginni þar sem dramatískasta atriði Guðföðursmyndarinnar III var tekið: Þegar dóttir Guðföðursins sjálfs var skotin í misgripum og Al Pacino, í hlutverki Guðföðursins grætur svo nístandi harmagráti að ekki annað hægt en að tárast með. Að heillast af Sikiley, menningunni, fólkinu, umhverfinu, mat og víni er svo auðvelt. Enda Sikiley engu öðru lík. Þá eru fallegar eyjur allt um kring, eins og Ustica þar sem blaðamaður býr reglulega. Á Ustica heillar tær sjórinn, ekki síst vegna þess að um leið og þú dýfir tánum eða kroppnum í sjóinn til kælingar kemst enginn hjá því að sjá litríku fiskana synda allt um kring. Það hlýtur að vera einhver rómantík í þessu? spyr hugurinn aftur og aftur. Því varla getur nokkur saga verið svo merkileg og rótgróin nema eitthvað fallegt loði við hana í kjarnann. Eða hvað? Eins og blaðamönnum er almennt tamt var ekki hægt annað en að fara að grúska:. Leita, lesa, finna, horfa. Og auðvitað að reyna að finna einhvern Sikileying sem væri tilbúinn til þess að ræða um mafíuna. Sem gekk ekki! Því ekki einu sinni Vísir, íslenskur vefmiðill í Norður Atlantshafi, telst öruggur staður að tjá sig á! Grúskið leiddi þó til þess að til greinaskrifa var ekki hægt annað en að rýna betur í söguna um Buscetta. Manninn sem allir heimsins virtustu fjölmiðlar hafa reyndar fjallað um. Sem dæmi um vægi Buscetta í samfélagsögunni um sikileysku mafíuna má nefna að til viðbótar við fyrrgreinda kvikmynd, Il Traditore, var gerð heimildarmynd sem sýnd var á Netflix árið 2015 og heitir „Our Godfather: The Man the Mafia Could Not Kill.“ Viðmælendur í þeirri mynd eru sonur Buscetta, Roberto, og ein af barnsmæðrum hans, Cristina, sem enn lifa í felum í Bandaríkjunum. Því miður eru hvorugar myndirnar í boði fyrir íslenskan markað. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vc57b1iLhdI">watch on YouTube</a> „Ég er mafósi“ Buscetta var fæddur á Sikiley árið 1928. Nokkrum árum eftir síðari heimstyrjöldina flutti Buscetta til Argentínu og er upphaf glæpaferils hans rakin þangað. Árið 1957 flutti Buscetta aftur til Sikileyjar þar sem hann gekk formlega til liðs við mafíuna. Þá 29 ára. Árið 1960 var Buscetta dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morð. En eins og í góðri bíómynd, tókst honum að flýja. Buscetta flúði til Bandaríkjanna og varð fljótlega þar einn helsti forsvarsmaður Sikileysku Cosa Nostra mafíunnar. Meginstarfsemin fólst í innflutningi á heróíni og sagði Buscetta frá því eftir handtöku hvernig viðamikill innflutningur til Bandaríkjanna fór fram undir yfirskini pizza innflutnings frá Ítalíu til Bandaríkjanna. Heróín? Bandaríkin? Hér er ágætt að staldra aðeins við því rétt eins og gefið var í skyn í Guðföðursmyndunum fólst starfsemi mafíunnar í Bandaríkjunum meðal annars í innflutningu og sölu á eiturlyfjum. Sem þó mátti ekki selja til Ítala. Því ekki mátti selja dóp til „þeirra eigin barna,“ eins og sagt var. Almennt var dópsala sikileysku mafíunnar í Bandaríkjunum því beind til blökkufólks og fólks frá Puerto Rico. Eins og áður sagði var Buscetta á endanum handtekinn í Brasilíu enda umsvifamikill í störfum sínum og lífi þar líka. Eitt sinn var Buscetta þó á ferðalagi til Ítalíu. Auðvitað undir fölsku flaggi. Var handtekinn. En viti menn: Buscetta náði enn og aftur að flýja! Þegar Buscetta var loks handtekinn í Brasilíu árið 1982 reyndi hann að sjálfsögðu að múta lögreglumönnum og öðrum innan kerfisins þannig að honum tækist að flýja En allt kom fyrir ekki og fór sem fór. Þó er sagt að þegar Buscetta heyrði af þeim fyrirætlunum að hann yrði framseldur til Ítalíu reyndi hann að taka sitt eigið líf. Sem líklegast segir mikið til um óttann við að mæta örlögum sínum á Ítalíu. Ekki síst með tilliti til þess að fjandmenn hans tilheyrðu mafíu hins illræmda Toto Riina frá Corleone. Mál fóru hins vegar á besta veg því með samningi um vitnavernd því Buscetta lést árið 2000, þá 71 árs. Banamein hans var krabbamein. Í Bandaríkjunum er Buscetta enn minnst sem hetju. Annað viðhorf gildir á Sikiley því þar hefur orðið „pentito,“ sem þýðir uppljóstrari og er oftar en ekki kennt við Buscetta og þá í neikvæðri merkingu.. Frá Buscetta lifa þó nokkrar frægar setningar frá þessum tíma. Til dæmis þegar hann sagði að sikileyska mafían væri ekki lengur sú sem hún áður var: Því spilling og græðgi einkenndi allt hennar starf í dag. Önnur fræg setning hefur lengi lifað. En það er sú setning sem Buscetta er sagður hafa sagt við saksóknarann Giovanni Falcone þegar þeir hittust í fyrsta sinn eftir framsalið á Buscetta til Sikileyjar. Buscetta sagði þá: „Ég er mafíósi,“ og byrjaði að tala. Í 45 daga er hann sagður hafa setið með saksóknara og gefið upplýsingar. Lítið vissu menn þó þá, hversu stórt og mikilvægt hlutverk Falcone saksóknara yrði í samtímasögu mafíunnar og við munum segja betur frá í umfjöllun á Vísi næsta sunnudag. Á þeim tæpum þrjátíu árum sem blaðamaður hefur heimsótt Sikiley hefur aldrei tekist að fá sikileyska vini til að ræða um mafíuna. Ítök mafíunnar eru þó sterk og meira að segja paradísareyjan Ustica rétt fyrir utan Palermo er ekki undanskilin nærveru hennar. Á myndum má sjá Grétu Björk á kaffihúsi á Ustica, því sömu og hún og blaðamaður hafa oft setið á síðustu áratugi og kom meðal annars fram í umfjöllun Morgunblaðsins árið 1995. Næsta sunnudag verður sagt frá því á Vísi, hvernig nærvera mafíunnar birtist á þessu litla kaffihúsi í lok ágúst 2022. Vísir/Rakel Sveinsdóttir „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki“ Það er fallegur dagur í maí og árið er 2022. Á götum Palermo má sjá fólk en almennt hefur borgin frekar rólegt yfirbragð yfir sér. Síestan er jú frekar rík hefð enn á Sikiley, þar sem búðir loka hluta dags og fækkar á götum. Það eina óvenjulega við þennan dag var hversu margir virtust vera með blómvendi á götunum. Ef ekki með blóm, þá að kaupa blóm. „Skrýtið“ hugsar blaðamaður með sér. „Ætli það sé mikið um fermingar eða brúðkaup í dag?“ Nei var svarið sem fékkst nokkrum dögum síðar. „Þetta var á dánardagur Falcone saksóknara sem enn er hylltur sem mikil hetja á Sikiley. Þennan dag kaupir fólk blóm, leggur við tré rétt við heimili hans þar sem hann bjó og minnist hans sem hetju. Skrúðgöngur eru meira að segja haldnar víða,“ segir Gréta. Að dánardegi Falcone verður betur komið að síðar, en á miðum sem fólk leggur við tréð eða festir á það segir til dæmis: „Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú ert hetjan okkar.“ Nokkru síðar er blaðamaður staddur á litlu kaffihúsi á paradísareyjunni Ustica. Og spyr: Gréta; Á þessum tæplega þrjátíu árum sem ég hef komið hingað hefur mér aldrei tekist að fá neinn til að tala við mig um mafíuna. Þó hefur fólk tekið mér vel, alltaf til í spjall og ýmiss vinatengsl myndast. En hvers vegna vill enginn tala við mig um mafíuna? Og Gréta svarar: Það er til sikileyskt orðatiltæki sem börn læra nánast áður en þau fara að tala. Þetta orðatiltæki er: Non sento, non vedo e non parlo og þýðir „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki,“ svarar Gréta. Lítið vissum við þá um að aðeins nokkrum mánuðum síðar myndi nærvera sikileysku mafíunnar standa aðeins nokkrum metrum frá okkur á þessu sama litla kaffihúsi á Ustica. Meira næsta sunnudag á Vísi, klukkan 08 sunnudagsmorguninn 16.október.
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Ítalía Menning Einu sinni var... Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira