Árásarmaðurinn í Kanada einn að verki og myrti bróður sinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 08:57 Bræðurnir Damien (31 árs) og Myles Sanderson (32 ára) voru í fyrstu taldir hafa framið morðin saman. Nú segir lögreglan að Myles hafi verið einn að verki og drepið bróður sinn. Vísir/Getty Kanadíska lögreglan segir nú að karlmaður sem stakk ellefu manns til bana í Saskatchewan í síðasta mánuði hafi verið einn að verki. Hann hafi einnig myrt bróður sinn sem var í fyrstu talinn hafa tekið þátt í morðæðinu. Víðtæk leit að bræðrunum Myles og Damien Sanderson hófst eftir að tíu manns voru stungnir til bana í fjöldamorði sem skók kanadísku þjóðina 4. september. Níu þeirra sem voru myrtir voru frumbyggjar. Damien fannst látinn eftir árásina en Myles lést í haldi lögreglu eftir að hann var tekinn höndum 7. september. Bræðurnir eru báðir sagðir hafa lagt á ráðinn um morðin og undirbúið þau. Af einhverri ástæðu myrti Myles bróður sinn Damien. Rhonda Blackmore, yfirmaður kanadísku riddaralögreglunnar í Saskatchewan, sagði að Damien hefði ekki tekið þátt í morðunum. Hún tók ekki af tvímæli um hvort að Damien hafi verið drepinn fyrir eða eftir fjöldamorðið eða hvort hann hafi tekið einhvern þátt í að ráðast á fólk, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bræðurnir eru sagðir hafa selt eiturlyf í samfélagi frumbyggja kvöldið fyrir fjöldamorðið. Þeir hafi í þrígang lent í útistöðum við fólk þann dag sem ekki var tilkynnt um til lögreglu. Lögreglumenn höfðu þó afskipti af Damien í tengslum við bíl sem hann stal þá um kvöldið. Hann gaf lögreglu hins vegar upp rangt nafn. Blackmore sagði fjölmiðlum að aldrei yrði vitað hvers vegna Myles framdi morðin. Óljóst er hvernig Myles lést. Réttarmeinafræðingur segir að líklega verði ekki greint frá dánarorsök hans fyrr en á næsta ári þegar tveimur óháðum rannsóknum lýkur. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum að Myles hafi tekið inn töflur skömmu áður en hann var handtekinn og hann hafi látist af ofskammti. Kanada Tengdar fréttir Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39 Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Víðtæk leit að bræðrunum Myles og Damien Sanderson hófst eftir að tíu manns voru stungnir til bana í fjöldamorði sem skók kanadísku þjóðina 4. september. Níu þeirra sem voru myrtir voru frumbyggjar. Damien fannst látinn eftir árásina en Myles lést í haldi lögreglu eftir að hann var tekinn höndum 7. september. Bræðurnir eru báðir sagðir hafa lagt á ráðinn um morðin og undirbúið þau. Af einhverri ástæðu myrti Myles bróður sinn Damien. Rhonda Blackmore, yfirmaður kanadísku riddaralögreglunnar í Saskatchewan, sagði að Damien hefði ekki tekið þátt í morðunum. Hún tók ekki af tvímæli um hvort að Damien hafi verið drepinn fyrir eða eftir fjöldamorðið eða hvort hann hafi tekið einhvern þátt í að ráðast á fólk, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bræðurnir eru sagðir hafa selt eiturlyf í samfélagi frumbyggja kvöldið fyrir fjöldamorðið. Þeir hafi í þrígang lent í útistöðum við fólk þann dag sem ekki var tilkynnt um til lögreglu. Lögreglumenn höfðu þó afskipti af Damien í tengslum við bíl sem hann stal þá um kvöldið. Hann gaf lögreglu hins vegar upp rangt nafn. Blackmore sagði fjölmiðlum að aldrei yrði vitað hvers vegna Myles framdi morðin. Óljóst er hvernig Myles lést. Réttarmeinafræðingur segir að líklega verði ekki greint frá dánarorsök hans fyrr en á næsta ári þegar tveimur óháðum rannsóknum lýkur. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum að Myles hafi tekið inn töflur skömmu áður en hann var handtekinn og hann hafi látist af ofskammti.
Kanada Tengdar fréttir Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39 Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39
Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33