Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2022 15:53 Háspennulínur á Reykjanesi ættu ekki að vera í hættu. Öðru máli gæti gegnt um háspennulínur á Norðausturlandi. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. Ekkert ferðaveður verður á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Stóru handboltamóti sem fram átti að fara á Akureyri um helgina hefur verið frestað. Þá hafa töluverðar tilfæringar orðið á leikjum í Bestu deild karla á sunnudaginn. Sumum flýtt, öðrum frestað. Þá verður engin athöfn í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag vegna veðursins. „Við höfum verið að rýna í veðurspána eins og flestir viðbragðsaðilar og höfum verið að skoða hvaða áhrif þetta geti mögulega haft á flutningskerfið. Við erum að fylgjast vel með til að bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Landsnet annast flutning raforku hér á landi með háspennulínum og tengivirkjum um allt land. „Maður veit aldrei hvenær verður truflun og hvenær ekki. Veðrið lítur ekki vel út núna. Við gætum átt von á ísingu sem gæti haft áhrif á flutningskerfið.“ Með ísingu geta háspennulínur þyngst verulega og orðið til þess að skemmdir verði á línunum eða möstrunum sem bera línurnar landshluta á milli. „Við erum með aukamönnun í stjórnstöð, úti í mörkinni og metum hvaða tengivirki þarf að manna til að vera með fljótt viðbragð. Svo skoðum við tæki og fleira í þeim dúr.“ Hún hvetur landsmenn til að fylgjast vel með tilkynningum. „Miðað við spána í dag höfum við mestar áhyggjur af Norðausturlandi. En við munum fylgjast vel með því hvernig veðurspáin þróast.“ Veður Orkumál Tengdar fréttir Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Stóru handboltamóti sem fram átti að fara á Akureyri um helgina hefur verið frestað. Þá hafa töluverðar tilfæringar orðið á leikjum í Bestu deild karla á sunnudaginn. Sumum flýtt, öðrum frestað. Þá verður engin athöfn í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag vegna veðursins. „Við höfum verið að rýna í veðurspána eins og flestir viðbragðsaðilar og höfum verið að skoða hvaða áhrif þetta geti mögulega haft á flutningskerfið. Við erum að fylgjast vel með til að bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Landsnet annast flutning raforku hér á landi með háspennulínum og tengivirkjum um allt land. „Maður veit aldrei hvenær verður truflun og hvenær ekki. Veðrið lítur ekki vel út núna. Við gætum átt von á ísingu sem gæti haft áhrif á flutningskerfið.“ Með ísingu geta háspennulínur þyngst verulega og orðið til þess að skemmdir verði á línunum eða möstrunum sem bera línurnar landshluta á milli. „Við erum með aukamönnun í stjórnstöð, úti í mörkinni og metum hvaða tengivirki þarf að manna til að vera með fljótt viðbragð. Svo skoðum við tæki og fleira í þeim dúr.“ Hún hvetur landsmenn til að fylgjast vel með tilkynningum. „Miðað við spána í dag höfum við mestar áhyggjur af Norðausturlandi. En við munum fylgjast vel með því hvernig veðurspáin þróast.“
Veður Orkumál Tengdar fréttir Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03
Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32