Á vef Veðurstofunnar segir að á veður fari hlýnandi og verði hitinn fjögur til níu stig síðdegis.
„Á morgun verður suðvestlæg átt ríkjandi, skúrir á vesturhelmingi landsins en lengst af þurrt eystra. Hiti víða 3 til 7 stig.
Á fimmtudag er svo útlit að kaldara loft úr norðri sæki að norðurströndinni með éljum, en líkur á björtu veðri sunnantil á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
![](https://www.visir.is/i/FC6623915F50199D1F99C1BF94AA151CE2943D7F988616A21B658377CB09AA9C_713x0.jpg)
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðvestan 5-13 m/s og skúrir, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari vindur síðdegis. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.
Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt 3-8, en norðaustan 5-13 um kvöldið. Éljagangur við norðurströndina, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.
Á föstudag: Norðan og norðaustan 8-15 og él, en bjartviðri sunnanlands. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag: Norðaustanátt með rigingu eða slyddu, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst, en víða næsturfrost.
Á sunnudag: Norðanátt og él, en bjart með köflum syðra. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina.
Á mánudag: Útlit fyrir hægan vind og víða léttskýjað. Fremur kalt.