Markalaust var að loknum fyrri hálfleik, en heimamenn í Halmstad tóku forystuna strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks áður en liðið skoraði sitt annað mark fjórum mínútum síðar.
Gestirnir í Örgryte minnkuðu þó muninn eftir um klukkutíma leik, og á 69. mínútu var staðan orðin jöfn. Lærisveinar Brynjars stálu svo sigrinum með marki á 87. mínútu og lokatölur því 2-3.
Örgryte er nú með 30 stig í 13. sæti deildarinnar að 26 umferðum loknum. Liðið er aðeins einu stigi frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni, en liðin í 13. og 14. sæti fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.