Fjárveitingar dugi varla til að viðhalda lyfjameðferð sem er þegar hafin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 07:20 Forstjóri Landspítalans segir fjárveitingar til spítalans vegna lyfja, sem lagðar eru til í fjárlögum næsta árs, varla duga fyrir þær lyfjagjafir sem þegar eru hafnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans segir að 2,2 milljarða króna vanti til spítalans svo hann geti tekið ný lyf til notkunar á næsta ári. Fjárveitingar sem gert er ráð fyrir í fjárlögum dugi varla til þess að viðhalda þeim lyfjameðferðum sem þegar eru hafnar. Þetta segir í umsögn Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítalans um frumvarp til laga um fjárlög. Þar kemur fram að geraþurfi ráð fyrir auknum lyfjakostnaði vegna nýrra kostnaðarsamra lyfja, nýrra meðferða með lyfjum sem þegar eru innleidd og vegna fólksfjölgunar og vaxandi fjölda aldraðra. Ætla megi að heildarkostnaður leyfisskyldra lyfja á spítalanum árið á næsta ári verði rúmir 14 milljarðar króna. Fjárveitingar samkvæmt fjárlögum nemi þó aðeins tæpum 12 milljörðum og því stefni í að óbreyttu að til vanti tæpa 2,2 milljarða fyrir ný lyf á spítalanum á næsta ári. „Landspítali bendir á að í fjárlagafrumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir 2% raunvexti leyfisskyldra lyfja en vöxturinn hefur verið að meðaltali 10% á milli ára á síðastliðnum fimm árum,“ segir í umsögninni. Þá sé tekið mið í áætlun Landspítalans af áætluðum vexti mannfjölda milli ára, áætluðum vexti nýrra lyfja og áætlaðri magnaukningu sem mæld er í dagskömmtum ákveðinna lyfja og lyfjaflokka. Því sé, að mati forstjórans, ekki raunhæft að miða við að raunvöxturinn nemi aðeins 2 porósentum þegar aðrir þættir en grunnaukning mannfjölda hafi áhrif á kostnað og notkun lyfja. „Miðað við fjárlagafrumvarpið verður því ekkert svigrúm fyrir lyfjanefnd Landspítala að taka ný lyf í notkun á árinu 2023 og fjárveitingar munu vart nægja til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Lyf Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Þetta segir í umsögn Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítalans um frumvarp til laga um fjárlög. Þar kemur fram að geraþurfi ráð fyrir auknum lyfjakostnaði vegna nýrra kostnaðarsamra lyfja, nýrra meðferða með lyfjum sem þegar eru innleidd og vegna fólksfjölgunar og vaxandi fjölda aldraðra. Ætla megi að heildarkostnaður leyfisskyldra lyfja á spítalanum árið á næsta ári verði rúmir 14 milljarðar króna. Fjárveitingar samkvæmt fjárlögum nemi þó aðeins tæpum 12 milljörðum og því stefni í að óbreyttu að til vanti tæpa 2,2 milljarða fyrir ný lyf á spítalanum á næsta ári. „Landspítali bendir á að í fjárlagafrumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir 2% raunvexti leyfisskyldra lyfja en vöxturinn hefur verið að meðaltali 10% á milli ára á síðastliðnum fimm árum,“ segir í umsögninni. Þá sé tekið mið í áætlun Landspítalans af áætluðum vexti mannfjölda milli ára, áætluðum vexti nýrra lyfja og áætlaðri magnaukningu sem mæld er í dagskömmtum ákveðinna lyfja og lyfjaflokka. Því sé, að mati forstjórans, ekki raunhæft að miða við að raunvöxturinn nemi aðeins 2 porósentum þegar aðrir þættir en grunnaukning mannfjölda hafi áhrif á kostnað og notkun lyfja. „Miðað við fjárlagafrumvarpið verður því ekkert svigrúm fyrir lyfjanefnd Landspítala að taka ný lyf í notkun á árinu 2023 og fjárveitingar munu vart nægja til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Lyf Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26