Sviptir réttindum í tíð eldri laga þurfa ekki að sitja námskeið Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 09:02 Þegar umferðarlögum var breytt árið 2019 var gerð krafa um að þeir sem eru sviptir réttindum vegna ölvunaraksturs þurfi að sitja námskeið og standast ökupróf til að fá skírteinið aftur. Vísir/Getty Ökumenn sem voru sviptir ökuréttindum áður en umferðarlögum var breytt fyrir þremur árum þurfa ekki lengur að sitja námskeið hjá Samgöngustofu til að geta fengið réttindin aftur eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu breytti lagatúlkun sinni. Innviðaráðuneytið vísaði frá kæru vegna slíks máls. Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd. Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd.
Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira