Neyðaróp frá Staðlaráði: „Staðlar eru ekkert grín“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 16:15 Helga Sigrún Harðardóttir er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Hún skefur ekki utan af því í umsögn um fjárlög ársins 2023. Staðlaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Þar er lögð áhersla á inngrip fjárlaganefndar til að forða því að ráðið verði eyðilagt. Þess er krafist að Staðlaráð njóti 0,007% af gjaldstofni tryggingargjalds líkt og um hafi verið samið. Í umsögninni kemur hins vegar fram að ríkið hafi svikið gefin loforð og haldið eftir fjárhæð sem nemi nú 420 milljónum. „Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Staðlar eru ekkert grín,“ segir í umsöginni. „Þeir eru í fjölda tilvika inntak lagalegra krafna, samkvæmt ákvörðun Alþingis og innihalda grjótharða grunninnviði sem tryggja gangverk mikilvægra kerfa, tryggja neytendavernd, tryggja öryggi fólks, vernda líf þess og heilsu, tryggja samvirkni ýmissa hluta, stafræna innviði, fjarskipti og stafræna þjónustu. Á grunni þeirra erum við Íslendingar hluti af stærri heild þar sem við lútum sömu þekktu og viðurkenndu viðmiðum og aðrar þjóðir.“ Staðlaráð er samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum. Um 100 fyrirtæki, ríkisstofnanir og hagsmunasamtökeiga aðild að ráðinu. Þeirra á meðal eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Landspítalinn, orkufyrirtæki og fjarskiptafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn Staðlaráðs Íslands hefur það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð Í umsögninni er farið er hörðum orðum um vanefndir ríkisins í níu stafliðum og kostnaður metinn vegna lögbundinna verkefna sem menningar- og viðskiptaráðuneyti er sagt hafa hundsað svo árum skipitr. Ráðuneytið hafi ekki leyst langvarandi vanda ráðsins. Forsvarsmenn ráðsins segjast hafa tekið á sig nýjar og kostnaðarsamar kröfur og að lengra verði ekki gengið í niðurskurði eða samdrætti án afleiðinga. „Að óbreyttu verða viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja eyðilögð, neytendavernd og kröfur um þolhönnun mannvirkja rústuð og möguleikum á sammæltum og samstilltum aðgerðum til að leysa flókin úrlausnarefni eins og stafræna þróun og loftslagsmál útrýmt,“ segir í umsögninni. Í löngu máli er farið yfir hlutverk ráðsins og kröfur sem gerðar eru til þess, lögum samkvæmt. Staðlaráð tryggi með innleiðingum á evrópsku regluverki neytendavernd, öryggi rafrænna viðskipti og fjarskiptaneta. Keyrt í þrot að óbreyttu Fram til ársins 2011 hafi Staðlaráð haft tryggar tekjur frá atvinnulífinu til að standa undir lögbundinni þjónustu vegna skuldbindinga samkvæmt EES samningi en ráðið. Í desember 2011 er ríkið sagt hafa rift einhliða, og án samráðs eða tilkynningar, fyrra samkomulagi og hefur síðan ekki skilað nema litlum hluta þess fjármagns sem innheimt er af atvinnulífinu. „Að óbreyttu verður rekstur Staðlaráðs keyrður í þrot. Engum varasjóðum er til að dreifa, tekjur duga ekki fyrir launum, hvað þá rekstarkostnaði, vinnuálag verður ekki aukið frekar á starfsmenn og atvinnulífið mun ekki greiða fyrir staðlastarf í þágu ríkisins tvisvar,“ segir í umsögninni sem lesa má í heild sinni í skjalinu hér að neðan. umsögn_staðlaráðsPDF157KBSækja skjal
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira