Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Snorri Másson skrifar 13. október 2022 10:30 Í Vídalínskirkju hafa verið gerðar breytingar á námsefni í fermingarfræðslu, þar sem tíunda boðorðið hefur verið fellt út. Kirkjuklukkur/Guðmundur Karl Einarsson Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022 Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022
Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira