Klopp í viðtali við Gumma Ben: „Þarft leikmenn til að klára dæmið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2022 14:00 Jürgen Klopp sýndi tennurnar í viðtalinu við Gumma Ben. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox þegar Liverpool vann stórsigur á Rangers, 1-7, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn ræddi Gummi við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Klopp á það til að taka pirring sinn út á fjölmiðlamönnum á blaðamannafundum og í viðtölum eftir leiki. En eftir viðureignina á Ibrox í gær var lítið til að vera pirraður yfir og Klopp var ljúfur sem lamb við Gumma. Þjóðverjinn var sáttur með allan leikinn, þrátt fyrir að Liverpool hafi lent undir í áttunda sinn á tímabilinu. „Við brugðumst vel við. Við spiluðum góðan leik. Markið þeirra kom ekki upp úr engu en þetta var staða þar sem við vorum nálægt því að vinna boltann og þeir komust milli miðvarðanna. Þetta var líka vel spilað,“ sagði Klopp við Gumma. „Í fótbolta, og lífinu öllu, snýst þetta allt um hvernig þú bregst við og við skoruðum mark eftir fast leikatriði. Og við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Við vissum að ef við myndum spila meiri fótbolta og kæmum hreyfingu á þá kæmumst við í góðar stöður og þetta yrði erfitt fyrir þá.“ Roberto Firmino skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool og lagði það þriðja upp fyrir Darwin Nunez. Síðan var komið að þætti Mohameds Salah sem skoraði þrjú mörk á sex mínútum. Aldrei hefur einn leikmaður verið sneggri að skora þrennu í Meistaradeildinni og Salah í gær. Harvey Elliott skoraði svo sjöunda og síðasta mark Liverpool. „Þú þarft leikmenn til að klára dæmið. Það er eitt að búa til stöðurnar, annað að klára þær og við gerðum það frábærlega. Þetta voru frekar ýktar lokatölur,“ sagði Klopp. „Mér fannst allir spila vel. Við vitum hversu góðir við erum. Við þurfum að sýna það reglulega.“ Klippa: Klopp í viðtali við Gumma Ben Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því á sunnudaginn mætir liðið Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mjög spennandi en núna erum við ekki sigurstranglegri. En það er allt í lagi. Það er svo sem ekki hægt að segja mikið um það í kvöld. Allir vita hversu mikil áskorun þetta er en þetta er Anfield og við reynum og sjáum svo hvað gerist.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Klopp á það til að taka pirring sinn út á fjölmiðlamönnum á blaðamannafundum og í viðtölum eftir leiki. En eftir viðureignina á Ibrox í gær var lítið til að vera pirraður yfir og Klopp var ljúfur sem lamb við Gumma. Þjóðverjinn var sáttur með allan leikinn, þrátt fyrir að Liverpool hafi lent undir í áttunda sinn á tímabilinu. „Við brugðumst vel við. Við spiluðum góðan leik. Markið þeirra kom ekki upp úr engu en þetta var staða þar sem við vorum nálægt því að vinna boltann og þeir komust milli miðvarðanna. Þetta var líka vel spilað,“ sagði Klopp við Gumma. „Í fótbolta, og lífinu öllu, snýst þetta allt um hvernig þú bregst við og við skoruðum mark eftir fast leikatriði. Og við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Við vissum að ef við myndum spila meiri fótbolta og kæmum hreyfingu á þá kæmumst við í góðar stöður og þetta yrði erfitt fyrir þá.“ Roberto Firmino skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool og lagði það þriðja upp fyrir Darwin Nunez. Síðan var komið að þætti Mohameds Salah sem skoraði þrjú mörk á sex mínútum. Aldrei hefur einn leikmaður verið sneggri að skora þrennu í Meistaradeildinni og Salah í gær. Harvey Elliott skoraði svo sjöunda og síðasta mark Liverpool. „Þú þarft leikmenn til að klára dæmið. Það er eitt að búa til stöðurnar, annað að klára þær og við gerðum það frábærlega. Þetta voru frekar ýktar lokatölur,“ sagði Klopp. „Mér fannst allir spila vel. Við vitum hversu góðir við erum. Við þurfum að sýna það reglulega.“ Klippa: Klopp í viðtali við Gumma Ben Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því á sunnudaginn mætir liðið Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mjög spennandi en núna erum við ekki sigurstranglegri. En það er allt í lagi. Það er svo sem ekki hægt að segja mikið um það í kvöld. Allir vita hversu mikil áskorun þetta er en þetta er Anfield og við reynum og sjáum svo hvað gerist.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira