Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira