Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2022 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson setur Hringborð norðurslóða í Hörpu í dag. Vilhelm Gunnarsson Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon, krónprins Noregs, mæta til þingsins. Við aðalinngang Hörpu tók stofnandi Hringborðsins á móti krónprinsinum. Ólafur Ragnar fylgir Hákoni, krónprins Noregs, um sali Hörpu.Bjarni Einarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar, formaður Hringborðs norðurslóða. Þannig hafi Noregur sent í fyrsta sinn einn sinn æðsta fulltrúa, krónprinsinn. Einnig Kanada, með sinn þjóðhöfðingja, Mary Simon. Bandaríkin og Indland sendi bæði öflugar sendinefndir. Sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Frá setningarathöfninni í dag. Um tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.Vilhelm Gunnarsson Þótt enska sé tungumál þingsins prófaði krónprins Noregs okkar ylhýra. „Góðan daginn, kæru vinir,“ sagði Hákon á íslensku. Og hrósaði svo Ólafi Ragnari: „Þér og samtökum þínum hefur tekist að skapa öflugan vettvang til að ræða málefni norðurslóða á breiðum grundvelli. Þetta verður æ mikilvægara, ekki aðeins fyrir þá sem búa á norðurslóðum heldur fyrir allan heiminn,“ sagði krónprinsinn. Hákon, krónprins Noregs, og Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars.Vilhelm Gunnarsson Um tvö þúsund manns frá yfir sextíu löndum taka þátt í þinginu, sem stendur fram á laugardag. Það vantar hins vegar algerlega fulltrúa frá einu landi, því stærsta á norðurslóðum, Rússlandi. Ólafur Ragnar bendir á að mörgum mánuðum fyrir Úkraínustríðið hafi Rússar verið búnir að draga sig út úr umræðum sem þessum. „Þannig að óháð þessum erfiðleikum í Evrópu og þessu hræðilega stríði, og hvað Rússar kjósa að gera og hvernig þeir vilja einangra sig, eða aðrir einangra þá, þá höldum við okkar strik,“ segir Ólafur Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar í fullri lengd má sjá hér: Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon, krónprins Noregs, mæta til þingsins. Við aðalinngang Hörpu tók stofnandi Hringborðsins á móti krónprinsinum. Ólafur Ragnar fylgir Hákoni, krónprins Noregs, um sali Hörpu.Bjarni Einarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar, formaður Hringborðs norðurslóða. Þannig hafi Noregur sent í fyrsta sinn einn sinn æðsta fulltrúa, krónprinsinn. Einnig Kanada, með sinn þjóðhöfðingja, Mary Simon. Bandaríkin og Indland sendi bæði öflugar sendinefndir. Sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Frá setningarathöfninni í dag. Um tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja Hringborð norðurslóða, Arctic Circle.Vilhelm Gunnarsson Þótt enska sé tungumál þingsins prófaði krónprins Noregs okkar ylhýra. „Góðan daginn, kæru vinir,“ sagði Hákon á íslensku. Og hrósaði svo Ólafi Ragnari: „Þér og samtökum þínum hefur tekist að skapa öflugan vettvang til að ræða málefni norðurslóða á breiðum grundvelli. Þetta verður æ mikilvægara, ekki aðeins fyrir þá sem búa á norðurslóðum heldur fyrir allan heiminn,“ sagði krónprinsinn. Hákon, krónprins Noregs, og Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars.Vilhelm Gunnarsson Um tvö þúsund manns frá yfir sextíu löndum taka þátt í þinginu, sem stendur fram á laugardag. Það vantar hins vegar algerlega fulltrúa frá einu landi, því stærsta á norðurslóðum, Rússlandi. Ólafur Ragnar bendir á að mörgum mánuðum fyrir Úkraínustríðið hafi Rússar verið búnir að draga sig út úr umræðum sem þessum. „Þannig að óháð þessum erfiðleikum í Evrópu og þessu hræðilega stríði, og hvað Rússar kjósa að gera og hvernig þeir vilja einangra sig, eða aðrir einangra þá, þá höldum við okkar strik,“ segir Ólafur Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar í fullri lengd má sjá hér:
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52
Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 12. október 2022 14:04
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53