Katarína prinsessa flýr stúdentaíbúð sína vegna öryggisógnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 07:51 Amalía hóf nám við háskólann í Amsterdam í september. Getty/P van Katwijk Katarína Amalía krónprinsessa Hollands hefur þurft að yfrgefa stúdentaíbúðina sem hún hefur búið í í Amsterdam í haust vegna öryggisógnar. Þetta segir konungsfjölskyldan í yfirlýsingu en prinsessan hefur nú snúið aftur í konungshöllina. Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna. Kóngafólk Holland Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna.
Kóngafólk Holland Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira