Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 09:59 Toshi Ichiyanagi var giftur Yoko Ono á árunum 1956 til 1962. AP Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi, sem þekktur var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, er látinn, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun. Kanagawa-listastofnunin greindi frá andláti Ichiyanagi, en hann andaðist í japönsku höfuðborginni Tókýó á föstudaginn í síðustu viku. Ichiyanagi var listrænn stjórnandi stofnunarinnar. Ichiyanagi var áberandi í listalífi New York-borgar á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann blandaði saman japönskum og vestrænum hljóðfærum við tónsmíðarnar og lét tónlistarmennina sjálfa oft stjórna nótum og hraða verkanna. Ichiyanagi fæddist í Kobe í Japan árið 1933 og ólst upp í Tókýó en foreldrar hans voru báðir tónlistarmenn. Eftir seinni heimsstyrjöldina og uppgjöf Japana tókst móður Ichiyanagi að tryggja syninum starf sem píanista á bandarískri herstöð. Flutti hann þar jafnt klassíska tónlist og tónlist úr söngleikjum. Hann hóf síðar tónlistarnám í Minnesota-háskóla árið 1952 og síðar Juilliard í New York og gerði sig í kjölfarið gildandi í listalífi bandarísku stórborgarinnar. Andlát Japan Tónlist Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kanagawa-listastofnunin greindi frá andláti Ichiyanagi, en hann andaðist í japönsku höfuðborginni Tókýó á föstudaginn í síðustu viku. Ichiyanagi var listrænn stjórnandi stofnunarinnar. Ichiyanagi var áberandi í listalífi New York-borgar á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann blandaði saman japönskum og vestrænum hljóðfærum við tónsmíðarnar og lét tónlistarmennina sjálfa oft stjórna nótum og hraða verkanna. Ichiyanagi fæddist í Kobe í Japan árið 1933 og ólst upp í Tókýó en foreldrar hans voru báðir tónlistarmenn. Eftir seinni heimsstyrjöldina og uppgjöf Japana tókst móður Ichiyanagi að tryggja syninum starf sem píanista á bandarískri herstöð. Flutti hann þar jafnt klassíska tónlist og tónlist úr söngleikjum. Hann hóf síðar tónlistarnám í Minnesota-háskóla árið 1952 og síðar Juilliard í New York og gerði sig í kjölfarið gildandi í listalífi bandarísku stórborgarinnar.
Andlát Japan Tónlist Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira