Skógareldar velkjast í dómskerfinu í meira en 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. október 2022 14:45 Skógareldar í Sierra Bermeja við Costa del Sol í Andalúsíu í september sl. Bianca de Vilar/Getty Images Skógareldarnir á Spáni í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð, fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu 10 ára. Dæmi eru um að dómsmál vegna elda sem kvikna af manna völdum velkist í meira en 10 ár í dómskerfinu. Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn. Spánn Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn.
Spánn Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira