Stjórnarkreppa í Katalóníu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2022 16:07 Pere Aragones, forseti héraðsstjórnarinnar í Katalóníu. Kike Rincon/Getty Images Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug. Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira