Klopp hrósað fyrir að finna „nýja“ stöðu fyrir endurnærðan Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 10:30 Jrgen Klopp gefur Mohamed Salah fyrirmæli í leiknum á móti Manchester City. AP/Jon Super Liverpool liðið minnti á sig með sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það sem meira er að liðið þurfti bara að skora eitt mark til að ná öllum þremur stigunum í hús. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira