Bein útsending: Maður, manneskja, man eða menni? Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 11:31 Eiríkur Rögnvaldsson mun flytja fyrirlestur í hádeginu. Stöð 2 Eiríkur Rögnvaldsson flytur þriðja fyrirlestur hádegisraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri 2022 en yfirskrift raðarinnar er sú sama og á vormisseri: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi. Fyrirlestur Eiríks nefnist „Maður, manneskja, man eða menni?“ og mun hann fjalla um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á vef stofnunarinnar segir að eitt helsta baráttumál Rauðsokkahreyfingarinnar kringum 1970 hafi verið að að fá viðurkenningu á jafnstöðu kvenna við karla – að konur væru líka menn. „Þetta var mjög skiljanleg og eðlileg barátta á þeim tíma, og oft er vitnað í ummæli Vigdísar Finnbogadóttur í kosningabaráttunni 1980 þegar hún sagði „Það á að ekki að kjósa mig vegna þess að ég er kona, heldur vegna þess að ég er maður“. En kringum 1990 vildu Kvennalistakonur fremur leggja áherslu á sérstöðu kvenna og fannst orðið maður ekki vísa til sín – vildu heldur nota orðið manneskja, t.d. í lagamáli. Það er líka mjög skiljanlegt og eðlilegt. Hér vantar heppilegt orð sem konur og kynsegin fólk geti tekið til sín en er laust við þá sterku skírskotun til karlmanna sem orðið maður óneitanlega hefur. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Í fyrirlestrinum verður fjallað um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu. Bent verður á að tilbrigði og blæbrigði í notkun orðsins eru fjölbreyttari en oft er gert ráð fyrir í umræðunni, og ekki er hægt að setja allar beygingarmyndir orðsins undir sama hatt. Þá verður rætt um samsetningar sem enda á -maður og hvort hægt sé eða eðlilegt að nota samsetningar sem enda á -fólk í staðinn. Enn fremur verður rætt um samsetningar þar sem rótin mann-/menn– er fyrri liður og rökstutt að öðru máli gegni um þær en hinar. Að lokum verður fjallað um kosti og galla annarra orða sem reynt hefur verið eða stungið upp á að nota í staðinn – manneskja, man og menni. Eiríkur Rögnvaldsson kenndi við Háskóla Íslands frá 1981 og var prófessor í íslenskri málfræði frá 1993 til 2018. Hann hefur skrifað fræðigreinar og kennsluefni um ýmis svið málfræðinnar, einkum hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði og setningafræði, en frá aldamótum vann hann einnig að máltækni og var brautryðjandi á því sviði. Á undanförnum árum hefur hann ekki síst fjallað um stöðu og framtíð íslenskunnar og stýrði ásamt Sigríði Sigurjónsdóttur prófessor öndvegisverkefni á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hefur hann skrifað mikið um íslenskt mál á samfélagsmiðlum, m.a. um kynjamál og kynhlutlaust mál, og gaf í vor út bókina Alls konar íslenska,“ segir í tilkynningunni. Íslensk tunga Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira
Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á vef stofnunarinnar segir að eitt helsta baráttumál Rauðsokkahreyfingarinnar kringum 1970 hafi verið að að fá viðurkenningu á jafnstöðu kvenna við karla – að konur væru líka menn. „Þetta var mjög skiljanleg og eðlileg barátta á þeim tíma, og oft er vitnað í ummæli Vigdísar Finnbogadóttur í kosningabaráttunni 1980 þegar hún sagði „Það á að ekki að kjósa mig vegna þess að ég er kona, heldur vegna þess að ég er maður“. En kringum 1990 vildu Kvennalistakonur fremur leggja áherslu á sérstöðu kvenna og fannst orðið maður ekki vísa til sín – vildu heldur nota orðið manneskja, t.d. í lagamáli. Það er líka mjög skiljanlegt og eðlilegt. Hér vantar heppilegt orð sem konur og kynsegin fólk geti tekið til sín en er laust við þá sterku skírskotun til karlmanna sem orðið maður óneitanlega hefur. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Í fyrirlestrinum verður fjallað um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu. Bent verður á að tilbrigði og blæbrigði í notkun orðsins eru fjölbreyttari en oft er gert ráð fyrir í umræðunni, og ekki er hægt að setja allar beygingarmyndir orðsins undir sama hatt. Þá verður rætt um samsetningar sem enda á -maður og hvort hægt sé eða eðlilegt að nota samsetningar sem enda á -fólk í staðinn. Enn fremur verður rætt um samsetningar þar sem rótin mann-/menn– er fyrri liður og rökstutt að öðru máli gegni um þær en hinar. Að lokum verður fjallað um kosti og galla annarra orða sem reynt hefur verið eða stungið upp á að nota í staðinn – manneskja, man og menni. Eiríkur Rögnvaldsson kenndi við Háskóla Íslands frá 1981 og var prófessor í íslenskri málfræði frá 1993 til 2018. Hann hefur skrifað fræðigreinar og kennsluefni um ýmis svið málfræðinnar, einkum hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði og setningafræði, en frá aldamótum vann hann einnig að máltækni og var brautryðjandi á því sviði. Á undanförnum árum hefur hann ekki síst fjallað um stöðu og framtíð íslenskunnar og stýrði ásamt Sigríði Sigurjónsdóttur prófessor öndvegisverkefni á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hefur hann skrifað mikið um íslenskt mál á samfélagsmiðlum, m.a. um kynjamál og kynhlutlaust mál, og gaf í vor út bókina Alls konar íslenska,“ segir í tilkynningunni.
Íslensk tunga Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira