Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 23:00 Ofurhlauparinn Mari Järsk. Vísir „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. „Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
„Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira