Innblásinn af píanói úr Góða hirðinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. október 2022 14:01 JóiPé og Valdimar voru að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Herbergi. Marsibil Sól Þórarinsdóttir Ástsælu tónlistarmennirnir JóiPé og Valdimar sameinuðu krafta sína við gerð á nýju lagi sem ber nafnið Herbergi. Tónlistarmyndband við lagið var frumsýnt í dag og er í leikstjórn Tómasar Sturlusonar sem segir það meira en bara hefðbundið tónlistarmyndband: „Fyrir mér er þetta miklu frekar heildstætt listaverk.“ Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: JóiPé - Herbergi (ft. Valdimar) Blaðamaður tók púlsinn á JóaPé og fékk að heyra nánar frá. View this post on Instagram A post shared by Jo iPe (@joiipe) Hvaðan sóttirðu innblástur fyrir lagið? Lagið varð til sumarið 2019 svo það er orðið svolítið langt síðan, en ég man að ég var mjög innblásinn af Högna og stílnum hans. Ég reyndi þá að samtvinna hráum hip hop stílnum mínum við mjúkar laglínur. Sömuleiðis var ég nýbúinn að kaupa mér píanó í Góða hirðinum sem ég var mjög innblásinn af. Píanóið úr Góða hirðinum sést í bakgrunni myndar en það veitti Jóa innblástur við gerð lagsins.Sigurður Erik Hafliðason Hefur lengi staðið til að gera lag með Valdimari? Valdimar kom mjög seint inn í ferlið, sú pæling að fá hann datt bara inn á lokasprettinum, áður söng ég viðlagið. Mig hefur lengi langað til þess að vinna með honum svo það er mikill heiður að hafa fengið að gera það. View this post on Instagram A post shared by Jo iPe (@joiipe) Hvernig gekk samstarfið? Það gekk bara mjög vel og tók ekki nema eitt sessjón. Hafsteinn Þráinsson sá til þess að allt gekk smurt fyrir sig, en hann hljóðblandaði plötuna og vann öll lögin með mér ásamt Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Valdimar þurfti ekki margar tilraunir til þess að negla tökuna enda var hann ekkert að syngja í fyrsta skiptið. Valdimar og Hafsteinn í góðu flæði.Axel Magnús Hvernig var ferlið við gerð myndbandsins? Það var ótrúlega skemmtilegt, myndbandið var tekið upp í Prag í fyrra. Hæfileikabúntið Tómas Sturluson sá um allt frá A til Ö. Hann var í kvikmyndargerðarnámi þarna í Prag og vildi nota lagið mitt fyrir lokaverkið sitt og slóum við þá tvær flugur í einu höggi, lokaverkefni fyrir Tomma og tónlistarmyndband fyrir mig. Þetta voru að mig minnir þrír tökudagar og það var allt skipulagt í þaula, mér var bara sagt hvað ég átti að gera og ég gerði það. Þetta var geggjuð upplifun og eftirminnileg ferð og ekki er myndbandið síðra. Tómas Sturluson er leikstjóri myndbandsins.Axel Magnús Hvað er á döfinni? Fyrsta sóló platan mín, Fram í rauðan dauðann, kemur út á föstudaginn og síðan föstudaginn eftir það er ég að spila með Kidda og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Það verður brjálað stuð og hvet ég alla til þess að næla sér í miða á meðan þeir eru ennþá til. Menning Tengdar fréttir Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 16. september 2022 13:30 „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: JóiPé - Herbergi (ft. Valdimar) Blaðamaður tók púlsinn á JóaPé og fékk að heyra nánar frá. View this post on Instagram A post shared by Jo iPe (@joiipe) Hvaðan sóttirðu innblástur fyrir lagið? Lagið varð til sumarið 2019 svo það er orðið svolítið langt síðan, en ég man að ég var mjög innblásinn af Högna og stílnum hans. Ég reyndi þá að samtvinna hráum hip hop stílnum mínum við mjúkar laglínur. Sömuleiðis var ég nýbúinn að kaupa mér píanó í Góða hirðinum sem ég var mjög innblásinn af. Píanóið úr Góða hirðinum sést í bakgrunni myndar en það veitti Jóa innblástur við gerð lagsins.Sigurður Erik Hafliðason Hefur lengi staðið til að gera lag með Valdimari? Valdimar kom mjög seint inn í ferlið, sú pæling að fá hann datt bara inn á lokasprettinum, áður söng ég viðlagið. Mig hefur lengi langað til þess að vinna með honum svo það er mikill heiður að hafa fengið að gera það. View this post on Instagram A post shared by Jo iPe (@joiipe) Hvernig gekk samstarfið? Það gekk bara mjög vel og tók ekki nema eitt sessjón. Hafsteinn Þráinsson sá til þess að allt gekk smurt fyrir sig, en hann hljóðblandaði plötuna og vann öll lögin með mér ásamt Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Valdimar þurfti ekki margar tilraunir til þess að negla tökuna enda var hann ekkert að syngja í fyrsta skiptið. Valdimar og Hafsteinn í góðu flæði.Axel Magnús Hvernig var ferlið við gerð myndbandsins? Það var ótrúlega skemmtilegt, myndbandið var tekið upp í Prag í fyrra. Hæfileikabúntið Tómas Sturluson sá um allt frá A til Ö. Hann var í kvikmyndargerðarnámi þarna í Prag og vildi nota lagið mitt fyrir lokaverkið sitt og slóum við þá tvær flugur í einu höggi, lokaverkefni fyrir Tomma og tónlistarmyndband fyrir mig. Þetta voru að mig minnir þrír tökudagar og það var allt skipulagt í þaula, mér var bara sagt hvað ég átti að gera og ég gerði það. Þetta var geggjuð upplifun og eftirminnileg ferð og ekki er myndbandið síðra. Tómas Sturluson er leikstjóri myndbandsins.Axel Magnús Hvað er á döfinni? Fyrsta sóló platan mín, Fram í rauðan dauðann, kemur út á föstudaginn og síðan föstudaginn eftir það er ég að spila með Kidda og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Það verður brjálað stuð og hvet ég alla til þess að næla sér í miða á meðan þeir eru ennþá til.
Menning Tengdar fréttir Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 16. september 2022 13:30 „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 16. september 2022 13:30
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31