Brutu ekki siðareglur með umfjöllun um Óshlíðarmálið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 11:09 Hvorki blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson (t.v.) og Helgi Seljan (t.h.), né Ágúst Borgþór Sverrisson (fyrir miðju), blaðamaður DV, brutu siðareglu BÍ. Vísir Blaðamenn DV og Stundarinnar brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) með umfjöllun sinni um Óshlíðarmálið. Kærandi var ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 en einn lést í slysinu. Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ. Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ.
Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira