Arnór, Jesper, Heiðar og Sebastian í burtu frá Val Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 13:32 Arnór Smárason kom til Vals fyrir tímabilið 2021 en mun brátt yfirgefa félagið. VÍSIR/VILHELM Valsmenn eru þegar komnir vel á veg með að móta þann leikmannahóp sem Arnar Grétarsson fær í hendurnar þegar hann tekur við sem þjálfari liðsins að loknu tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta. Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi. Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi.
Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira