Dráttarvélamótmæli gegn ropskatti á búfénað Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 09:16 Bóndi ekur dráttarvél sinni í gegnum miðborg Auckland á mótmælum gegn loftslagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. AP/Dean Purcell/New Zealand Herald Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra lagði nýlega fram tillögu um að leggja sérstakan skatt á losun vegna búfjárræktar. Landbúnaður er helsta útflutningsgrein Nýja-Sjálands og um helmingur allrar losunar Nýja-Sjálands kemur frá bóndabýlum. Ropandi kýr losa sérstaklega mikið metan út í andrúmsloftið. Hagsmunasamtök bænda skipulögðu mótmæli í fleiri en fimmtíu borgum og bæjum um landið allt í dag. AP-fréttastofan segir að tugir dráttarvéla hafi tekið þátt í stærstu viðburðunum. Bændurnir halda því meðal annars fram að skatturinn yki í raun losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum því landbúnaðarframleiðslan færðist þá til annarra landa þar sem losunin væri meiri. Dave McCurdy, bóndi sem mótmælti í Wellington, gagnrýnir að skógrækt stéttarinnar sé ekki tekin með í reikningin en hún bindur kolefni og vegur upp á móti losun búfjárins. Skatturinn hrekti fjölda bænda úr stéttinni. „Ég er hættur. Tímasóun,“ sagði hann við AP. Nýsjálensk stjórnvöld stefna á að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Liður í því er að draga úr metanlosun búfjárræktunar um tíu prósent fyrir 2030 og allt að 47 prósent fyrir miðja öldina. Nýja-Sjáland Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra lagði nýlega fram tillögu um að leggja sérstakan skatt á losun vegna búfjárræktar. Landbúnaður er helsta útflutningsgrein Nýja-Sjálands og um helmingur allrar losunar Nýja-Sjálands kemur frá bóndabýlum. Ropandi kýr losa sérstaklega mikið metan út í andrúmsloftið. Hagsmunasamtök bænda skipulögðu mótmæli í fleiri en fimmtíu borgum og bæjum um landið allt í dag. AP-fréttastofan segir að tugir dráttarvéla hafi tekið þátt í stærstu viðburðunum. Bændurnir halda því meðal annars fram að skatturinn yki í raun losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum því landbúnaðarframleiðslan færðist þá til annarra landa þar sem losunin væri meiri. Dave McCurdy, bóndi sem mótmælti í Wellington, gagnrýnir að skógrækt stéttarinnar sé ekki tekin með í reikningin en hún bindur kolefni og vegur upp á móti losun búfjárins. Skatturinn hrekti fjölda bænda úr stéttinni. „Ég er hættur. Tímasóun,“ sagði hann við AP. Nýsjálensk stjórnvöld stefna á að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Liður í því er að draga úr metanlosun búfjárræktunar um tíu prósent fyrir 2030 og allt að 47 prósent fyrir miðja öldina.
Nýja-Sjáland Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11. október 2022 13:59