Attenborough hvetur til aðgerða til þess að bjarga megi dýralífi jarðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. október 2022 12:48 Rödd náttúrufræðingsins David Attenborough þekkja margir. Getty/David M. Benett Tilfinningaþrungið myndbrot úr þáttunum „Frozen Planet“ með David Attenborough hvetur fólk til þess að huga að áhrifum eigin tilveru á hlýnun jarðar og grípa í taumana áður en það verði of seint. David Attenborough er sennilega einn frægasti náttúrufræðingur heims og hafa margir vanist því að heyra rödd hans streyma inn í stofu til sín. Röddinni fylgja oft falleg myndbönd af mögnuðu dýralífi en Attenborough hefur lengi lagt áherslu á nauðsyn þess að hugsað sé vel um umhverfið og dýralífið sem þar finnst. Í myndbandinu sem um ræðir, sem er hluti af annarri þáttaröð „Frozen planet“ þátta breska ríkissjónvarpsins BBC og David Attenborough, má sjá umhverfissinna hvetja fólk til aðgerða til þess að hægt sé að bjarga dýralífi jarðar. Áhorfendur eru hvattir til þess að huga að eigin neyslumynstrum, leggja sig fram við að minnka eigið kolefnisfótspor og hvetja stjórnmálafólk til frekari aðgerða. Attenborough segir mikilvægt að mannkynið standi við loforð sín um að sporna við hlýnun jarðar og koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en 1,5 gráða. „Ef við eigum að eiga einhverja von um að bjarga því sem eftir er af frosnu plánetunni okkar og bjarga okkur sjálfum frá hrikalegum afleiðingum þess að tapa henni, verðum við að halda okkur við þessa skuldbindingu og standa við hana, sama hversu erfitt það er,“ segir Attenborough. Attenborough leggur, ásamt fleirum, áherslu á það að tíminn sé naumur en jarðarbúar geti enn gert eitthvað í málunum sjálf. „Við getum gert þetta, við höfum valdið til þess að gera þetta. Við getum gert þetta, við verðum að gera þetta. Þá verður framtíð fyrir plánetuna okkar,“ segir Attenborough. Nýlega lauk árlegri ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle) hér á landi. Sérfræðingar víðsvegar frá lýstu yfir áhyggjum sínum vegna hlýnunar jarðar og sögðu mikilvægt að bregðast við sem fyrst. Myndbandið með Attenborough má sjá hér að ofan. Umhverfismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Dýr Tengdar fréttir Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
David Attenborough er sennilega einn frægasti náttúrufræðingur heims og hafa margir vanist því að heyra rödd hans streyma inn í stofu til sín. Röddinni fylgja oft falleg myndbönd af mögnuðu dýralífi en Attenborough hefur lengi lagt áherslu á nauðsyn þess að hugsað sé vel um umhverfið og dýralífið sem þar finnst. Í myndbandinu sem um ræðir, sem er hluti af annarri þáttaröð „Frozen planet“ þátta breska ríkissjónvarpsins BBC og David Attenborough, má sjá umhverfissinna hvetja fólk til aðgerða til þess að hægt sé að bjarga dýralífi jarðar. Áhorfendur eru hvattir til þess að huga að eigin neyslumynstrum, leggja sig fram við að minnka eigið kolefnisfótspor og hvetja stjórnmálafólk til frekari aðgerða. Attenborough segir mikilvægt að mannkynið standi við loforð sín um að sporna við hlýnun jarðar og koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en 1,5 gráða. „Ef við eigum að eiga einhverja von um að bjarga því sem eftir er af frosnu plánetunni okkar og bjarga okkur sjálfum frá hrikalegum afleiðingum þess að tapa henni, verðum við að halda okkur við þessa skuldbindingu og standa við hana, sama hversu erfitt það er,“ segir Attenborough. Attenborough leggur, ásamt fleirum, áherslu á það að tíminn sé naumur en jarðarbúar geti enn gert eitthvað í málunum sjálf. „Við getum gert þetta, við höfum valdið til þess að gera þetta. Við getum gert þetta, við verðum að gera þetta. Þá verður framtíð fyrir plánetuna okkar,“ segir Attenborough. Nýlega lauk árlegri ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle) hér á landi. Sérfræðingar víðsvegar frá lýstu yfir áhyggjum sínum vegna hlýnunar jarðar og sögðu mikilvægt að bregðast við sem fyrst. Myndbandið með Attenborough má sjá hér að ofan.
Umhverfismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Dýr Tengdar fréttir Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53
Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53