„Hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2022 08:00 Ómar Ingi Guðmundsson verður væntanlega yngsti þjálfarinn í Bestu deild karla á næsta tímabili. vísir/stöð 2 Ómar Ingi Guðmundsson fékk óvænt tækifæri til að þjálfa meistaraflokk karla hjá uppeldisfélaginu sínu, HK. Hann hefur þjálfað hjá félaginu í 22 ár og er enn með 6. flokk karla. Ómar tók við HK í byrjun síðasta tímabils eftir að Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Undir stjórn Ómars komust HK-ingar upp úr Lengjudeildinni og leika því í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Þetta er ekki bara stórt verkefni fyrir ungan þjálfara heldur stærsta verkefni sem ég get séð fyrir mér að taka að mér,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Fyrst í stað var Ómar ráðinn til bráðabirgða en gengið var gott, hann hélt áfram með HK og nú er ljóst að hann verður áfram með liðið. „Eins og ég hef sagt áður og sagði í sumar hefði ég alltaf verið tilbúinn að vinna með öðrum manni eða aðstoða ef við hefðum séð hag félagsins best borgið þannig. En um leið og viðræður hófust á þann veg að ég myndi taka við liðinu var aldrei neinn vafi í mínum huga að taka slaginn,“ sagði Ómar. En hvar vill hann sjá HK vera í deild þeirra bestu? „Á endanum, þegar við horfum til lengri tíma, vil ég sjá okkur í efstu sætunum stöðugt. Við þurfum samt að byrja á því að koma okkur fyrir í deildinni og vera stöðugt Bestu deildarlið. Næsta sumar er fyrsta skrefið í því. Ég hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu og stefni ekki að því að standa á hliðarlínunni í slíku næsta sumar,“ svaraði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK um aldamótin, þá á fermingaraldri, og leitun er að meiri félagsmanni. „Ég hef verið mjög lengi í félaginu. Fyrst sem lítill pjakkur að æfa fótbolta, svo sem ungur þjálfari og núna temmilega fullorðinn þjálfari. Ég er búinn að vera lengi hérna og líður mjög vel,“ sagði Ómar. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla HK Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Ómar tók við HK í byrjun síðasta tímabils eftir að Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Undir stjórn Ómars komust HK-ingar upp úr Lengjudeildinni og leika því í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Þetta er ekki bara stórt verkefni fyrir ungan þjálfara heldur stærsta verkefni sem ég get séð fyrir mér að taka að mér,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Fyrst í stað var Ómar ráðinn til bráðabirgða en gengið var gott, hann hélt áfram með HK og nú er ljóst að hann verður áfram með liðið. „Eins og ég hef sagt áður og sagði í sumar hefði ég alltaf verið tilbúinn að vinna með öðrum manni eða aðstoða ef við hefðum séð hag félagsins best borgið þannig. En um leið og viðræður hófust á þann veg að ég myndi taka við liðinu var aldrei neinn vafi í mínum huga að taka slaginn,“ sagði Ómar. En hvar vill hann sjá HK vera í deild þeirra bestu? „Á endanum, þegar við horfum til lengri tíma, vil ég sjá okkur í efstu sætunum stöðugt. Við þurfum samt að byrja á því að koma okkur fyrir í deildinni og vera stöðugt Bestu deildarlið. Næsta sumar er fyrsta skrefið í því. Ég hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu og stefni ekki að því að standa á hliðarlínunni í slíku næsta sumar,“ svaraði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK um aldamótin, þá á fermingaraldri, og leitun er að meiri félagsmanni. „Ég hef verið mjög lengi í félaginu. Fyrst sem lítill pjakkur að æfa fótbolta, svo sem ungur þjálfari og núna temmilega fullorðinn þjálfari. Ég er búinn að vera lengi hérna og líður mjög vel,“ sagði Ómar. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla HK Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira