Enskan tröllríður verslunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. október 2022 14:00 Lefties Store á Gran Vía í Madrid er í eigu spænsku samsteypunnar Inditex Group. Cristina Arias/Getty Images Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega. Spánn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega.
Spánn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira