Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 18:46 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni. Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar voru tekin fyrir brot gegn tveimur konum sem og valdstjórninni. Er hann sakfelldur fyrir að hafa beitt konu ofbeldi með því að veitast að henni og taka hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað að drepa brotaþola. Maðurinn játaði að hafa greitt nokkrum sinnum fyrir vændi af konunni. Féllst ekki á tilraun til nauðgunar Í dómnum hafði konan sem maðurinn keypti vændi af lýst því að maðurinn hafi ýtt henni upp á rúm á dvalarstað hennar togað í nærbuxur sem hún klæddist á meðan hann veittist að henni. Einnig lýsti brotaþoli því að maðurinn hefði ýtt henni niður á rúmið og sagt: „Ég verð á fá kynlíf, ég fæ það ekki með munnmökum“. Meðal gagna málsins var símtal konunnar á neyðarmóttöku þar sem heyrist í manninum snöggreiðast er hann áttar sig á því að hún sé að hringja á eftir hjálp. Í dómi héraðsdóms er nánar lýst samskiptum þeirra sem heyrast í símtalinu. Héraðsdómur hafði, í samræmi við fyrrgreinda frásögn, sakfellt manninn fyrir tilraun til að nauðga konunni. Landsréttur taldi hins vegar að meintri háttsemi mannsins er laut að tilraun hans til nauðgunar hafi ekki verið lýst í ákærutexta. Var ákæruvaldið talið bera ábyrgð á óskýrleika í ákæru sem var talin til þess fallinn að gera varnir ákærða ábótavant. Ósammála um eðli sambands Þá voru einnig tekin fyrir tvö ofbeldisbrot mannsins gegn konu, annars vegar á heimili hennar og hins vegar á hóteli. Við rannsókn lögreglu var miðað við að konan væri kærasta hans. Í dómi héraðsdóms var maðurinn dæmdur fyrir brot í nánu sambandi en brotaþoli hafði við skýrslutökur lýst því að þau hefðu verið í sambúð. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komði fram sem gat stutt þann framburð ákærða að hann hafi verið búsettur. Landsréttur var þessu ósammála og vísaði til þess að ákærða og brotaþola hafi ekki borið saman um hvort þau hafi verið í sambúð. Landséttur taldi að samband þeirra hafi verið skammvinnt og að ítrekuð rof hafi verið á því. Var því ekki talið að slík tengsl hafi myndast að sambandið gæti talist náið. Einnig er maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að reyna að skalla lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Í dómi Landsréttar voru tekin fyrir brot gegn tveimur konum sem og valdstjórninni. Er hann sakfelldur fyrir að hafa beitt konu ofbeldi með því að veitast að henni og taka hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað að drepa brotaþola. Maðurinn játaði að hafa greitt nokkrum sinnum fyrir vændi af konunni. Féllst ekki á tilraun til nauðgunar Í dómnum hafði konan sem maðurinn keypti vændi af lýst því að maðurinn hafi ýtt henni upp á rúm á dvalarstað hennar togað í nærbuxur sem hún klæddist á meðan hann veittist að henni. Einnig lýsti brotaþoli því að maðurinn hefði ýtt henni niður á rúmið og sagt: „Ég verð á fá kynlíf, ég fæ það ekki með munnmökum“. Meðal gagna málsins var símtal konunnar á neyðarmóttöku þar sem heyrist í manninum snöggreiðast er hann áttar sig á því að hún sé að hringja á eftir hjálp. Í dómi héraðsdóms er nánar lýst samskiptum þeirra sem heyrast í símtalinu. Héraðsdómur hafði, í samræmi við fyrrgreinda frásögn, sakfellt manninn fyrir tilraun til að nauðga konunni. Landsréttur taldi hins vegar að meintri háttsemi mannsins er laut að tilraun hans til nauðgunar hafi ekki verið lýst í ákærutexta. Var ákæruvaldið talið bera ábyrgð á óskýrleika í ákæru sem var talin til þess fallinn að gera varnir ákærða ábótavant. Ósammála um eðli sambands Þá voru einnig tekin fyrir tvö ofbeldisbrot mannsins gegn konu, annars vegar á heimili hennar og hins vegar á hóteli. Við rannsókn lögreglu var miðað við að konan væri kærasta hans. Í dómi héraðsdóms var maðurinn dæmdur fyrir brot í nánu sambandi en brotaþoli hafði við skýrslutökur lýst því að þau hefðu verið í sambúð. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komði fram sem gat stutt þann framburð ákærða að hann hafi verið búsettur. Landsréttur var þessu ósammála og vísaði til þess að ákærða og brotaþola hafi ekki borið saman um hvort þau hafi verið í sambúð. Landséttur taldi að samband þeirra hafi verið skammvinnt og að ítrekuð rof hafi verið á því. Var því ekki talið að slík tengsl hafi myndast að sambandið gæti talist náið. Einnig er maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að reyna að skalla lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira